Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 29
KIRKJURITIÐ 23 sjálfur, að dómi höf., í endinum á Örlögum guðanna. Dóms- valdið er a. m. k. álíka mikið. Hér kemur líka fleira en eitt nýtt upp á teningnum. Ég vissi það meðal annars ekki áður, að það væri endanlega sannað, að höfundur Völuspár hefði verið Islendingur. Eins hygg ég, að Þorsteini Erlingssyni hafi alls ekki dottið það í hug, að hann væri svona mikill spámaður. Það mun jafnvel vera hægt að færa að því sterkar líkur, að hann hafi talið m. a. Passíusálm- ana langt um meira skáldverk en Örlög guðanna. Og raunar er kynlegt, að þetta kvæði skuli ekki hafa valdið meiri aldahvörf- um — í augum annarra en B. B. —, ekki aðeins á íslandi, heldur í allri veröldinni, en það hefir gert, ef það gæti staðið undir þessu lofi. Og sízt af öllu held ég, að það hafi verið nokkuð frum- legt að hugsun, þótt það sé vel kveðið. Það hafa um allar aldir verið til ótal menn, sem hafa látið uppi guðsafneitun sína. Og aðrir, sem hafa hugsað til þeirra líkt og segir í öðrum Davíðs- sálmi: „Hann, sem situr á himni, hlær; Drottinn gerir gys að þeim.“ Fullyrðing á móti fullyrðingu! Og hefir hver það fyrir satt, sem honum finnst réttast. Nú má vel vera, að B.B. hafi rétt fyrir sér í því, sem honum virðist mikið kappsmál að færa sönnur á, að Þorsteinn Erlings- son hafi verið hreinræktaður guðsafneitari. Hefir mér þó skilizt á ekkju hans, að hann hafi öllu fremur verið ókynnismaður (agnostiker) og raunar leitandi í þessum málum til efstu stund- ar. Hitt er og víst, að Þorsteinn var jarðaður með venjulegum hætti, yfir honum látnum töluðu tveir höfuðklerkar, og sungnir voru sálmar við útför hans og bænir beðnar. Og ég veit ekki til þess, að hans nánustu teldu það brjóta neitt í bág við hugsun hans né vilja, eða hina viðurkenndu sannleiksást hans. Sannleikurinn er sá, að Örlög guðanna er skilgetið afkvæmi Brandesarstefnunnar og tómt bergmál en ekki nýr tónn. Hvað þá hinn eini hreini tónn. (Sbr. Brekkukotsannál). Og svo skiptir það sannast sagt ekki neitt ýkja miklu máli, hvaða skoðun Þorsteinn Erlingsson hafði á tilveru Guðs. Þetta er alls ekki sagt honum til neins hnjóðs. Það er aðeins ábending Urn, að enginn maður getur varpað Guði út af taflborði tilver- unnar, rétt eins og kóngi, sem eftir mát er kastað í stokkinn. Þó ekki kæmi til af öðru en því, að tilvera Guðs verður enn síð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.