Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 48
46 KIRKJURITIÐ að gefa 50 þúsund kx-ónur til kirkju- og menningarmála. Skiptist gjafaféð þannig, að 10 þús. kr. komu i hlut hverra hinna þriggja kirkna i gamla hreppnum, Lögmannshlíðar, Glæsibæjar og Bægisár, en 20 þúsund kr. til barnaskóla sveitarinnar. Eiga forráðamenn sjóðs- ins miklar þakir skildar fyrir þessa sérstæðu og rausnarlegu gjöf. Gjaldkeri sparisjóðsins er Jón M. Benediktsson frá Moldhaugum, en formaður sjóðsstjórnar Einar G. Jónsson á Laugalandi. Kirkjukórasamband Vestur-Skaftafells-'prófastsdæmis minntist 10 ára afmælis síns með söngmóti að Kirkjubæjarklaustri 6. des. s. 1. Mættir voru þar allir (7) kórar sambandsins. Sungu þar 120 manns. Áheyrendur voru um 150. Var söngnum mjög vel tekið. Ræður fluttu á hljómleikunum, á milli þess er sungið var, þeir Óskar Jónsson, for- maður Kirkjukórasambandsins, séra Valgeir Helgason og séra Jónas Gíslason. Eftir samsönginn voru kaffiveitingar hjá Kirkjukór Prests- bakkasóknar handa öllum kórunum. Þar talaði prófasturinn, séra Gísli Brynjólfsson, og Óskar Jónsson. Og var söngkennaranum Kjart- ani Jóhannessyni þakkað mikið og merkilegt söngmenningarstarf, og flutti Vilhjálmur Eyjólfsson Kjartani kvæði. Kvikmynd var sýnd. Gjafir til Unaösdalskirkju. Ingvar Ásgeirsson, Lyngholti, Snæf jalla- hreppi, var i sóknarnefnd Unaðsdalssóknar frá þvi árið 1922 og sókn- arnefndarformaður og meðhjálpari frá því 1923 til dauðadags 11. apríl 1956. Til minningar um hann gaf ekkja hans, Salbjörg Jóhannsdóttir, Unaðsdalskirkju 10 sálmabækur, og einnig gáfu ekkja hans og börn Unaðsdalskirkju til minningar um hann 1000 kr. Með honum voru í sóknarnefnd frá þvi árið 1923 þeir Helgi Guðmundsson, Unaðsdal, og Halldór Halldórsson, Bæjum. Til minningar um Helga Guðmundsson gáfu ekkja hans, Guðrún Ólafsdóttir, og börn Unaðsdalskirkju 1000 kr. Ekkja Halldórs Halldórssonar, Þorbjörg Brynjólfsdóttir og börn gáfu Unaðsdaiskirkju til minningar um hann og dóttur þeirra 1000 krónur. Kolbeinn Guðmundsson frá Lónseyri, Snæfjallahreppi, gaf Unaðs- dalskirkju til minningar um foreldra sína, Sigríði Jónsdóttur og Guð- mund Engilbertsson, 5000 krónur. Einnig gáfu fleiri einstaklingar Unaðsdalskirkju til minningar um látna ástvini, alls 2000 kr. Þverárkirkja í Laxárdal. Ár 1958, sunnudaginn 24. ágúst, var pró- fasturinn í S.-Þingeyjarprófastsdæmi, séra Friðrik A. Friðriksson, staddur að Þverá í Laxárdal, samkv. ósk sóknarprests og sóknar- nefndar, til þess að taka þátt í guðsþjónustu og hátíðahaldi i tilefni þess, að Þverárkirkja er nú 80 ára og hefir hlotið gagngera aðgerð. Kirkjan var fullsetin af sóknarfólki og gestum, sem sumir voru langt að komnir — fyrrv. dalbúar og ýmsir afkomendur Jóns Jóakimsson- ar, sem reisti kirkjuna. Prófastur prédikaði. Séra Örn Friðriksson á Skútustöðum og prestur kirkjunnar, séra Sigurður Guðmundsson, þjónuðu fyrir altari. Friðrik Jónsson, bóndi á Halldórsstöðum, Reykja- dal, sem um alllangt skeið hefir verið organisti kirkjunnar, annaðist orgelleik. Eftir messu flutti sóknarpresturinn erindi um Þverár- kirkju að fornu og nýju. Gunnlaugur Tr. Gunnarsson, bóndi í Kast- hvammi, minntist prestanna, sem þjónað hafa söfnuðinum í tíð þess-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.