Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 37
Góðtemplarareglan á íslandi. Ég árna heilla Góðtemplarareglunni á Islandi á 75 ára af- mæli hennar. Væri hér um einstakling að ræða, væri hann gam- all orðinn, en allt öðru máli er að gegna um þjóðfélagshreyf- ingu. Hún er enn ung á þessum aldri. Þegar vér óskum ham- ingju á afmælisdegi, horfum vér ekki aðeins fram, heldur einn- ig yfir það, sem liðið er, og samfögnum yfir því, er áunnizt hefir. Og hér er það mikið og margt, eins og alkunnugt er, og of langt upp að telja. En í nafni Þjóðkirkju íslands vil ég þakka það og biðja, að það megi verða sem ávaxtaríkast fyrir sið- menningu þjóðarinnar. Ég fagna því samstarfi, sem hefir átt sér stað með Góðtemplarareglunni og kirkjunni, og á sér enn stað í ýmsum greinum, enda byggir reglan einnig á kristileg- um grundvelli. Ýmsir hinna ágætustu presta hafa verið í braut- ryðjendaflokki reglunnar og eru það enn í dag. Frækornið, sem sáð var á Akureyri 10. janúar fyrir 75 árum, hefir sannarlega fallið í góðan jarðveg og borið ávöxt að þrí- tugföldu, sextugföldu og hundraðföldu, og akur þess er ísland allt. „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá“ er mælikvarðinn, sem Kristur leggur á líf mannanna. Fyrir því stendur nú Góð- templarareglan á íslandi í björtu ljósi, og hugsjón hennar blas- h’ við háleit og fögur. Mér kemur í hug átakanleg og dýrleg mynd í heiði hins forn- norræna heims. Ég sé konu forkunnar fríða. Armar lýstu og af þaðan allt loft og lögur. Hún stendur hjá þeim, sem liggur ósjálfbjarga °g hún ann. Hún heldur hátt á lofti mundlaug yfir höfði hon- um og varnar því, að drjúpi í andlit honum eitur frá snáki, er hangir þar uppi. Hún leggur fram allan þrótt sinn, en getur Þó ekki til fulls stöðvað áhrif eitursins og sér þá þann, sem hún ann, afmyndast í kvalateygjum. Þrátt fyrir það gefst hún ekki Upp. Það mun hún aldrei gjöra, heldur stendur örugg á verðinum, „unz veröld ferst og slokknar sál“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.