Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 44
38 KIRKJURITIÐ Felix Ólafsson: Sól yfir Blálands byggöum. — Bókagerðin Lilja. Allir vita, að íslendingar hafa rekið trúboð í Suður-Eþíópíu, og hafa þau hjónin Felix Ólafsson og frú Kristín Guðleifsdóttir unnið þar geysimikið og erfitt brautryðjendastarf ásamt Ing- unni Gísladóttur hjúkrunarkonu. Bréf Felixar, sem birzt hafa í Bjarma, hafa vakið mikla eftirtekt og forvitni. Veldur þar ekki aðeins um starf sjálfra kristniboðanna, heldur og hitt, að drottn- ingin frá Saba kom frá Eþíópíu á fund Salómós, og þangað barst kristindómurinn einna fyrst, svo sem greint er í Postula- sögunni. Síðan hefir haldizt þar kristni og er kirkjan sú að mörgu sérstæð. Einnig kom landið mikið við sögu, er ítalir brutu það undir sig fyrir síðari heimss^yrjöldina og varð þá Haile Selassie keisari heimsfrægur maður. Bók Felixar á því eflaust vísa marga lesendur. Hann lýsir landi og þjóð á skil- merkilegan hátt og segir margt frá kristniboðinu. Fer hér sam- an gagn og gaman, mikil fræðsla og holl og vekjandi áhrif. Myndir eru til skýringar. Höfundinum er sómi að bók sinni — og starfi. — G. Á. Prestskvennaf 11 nd ur Xordnrlan ila verður að forfallalausu haldinn í Sigtúnum í Svíþjóð dagana 20.—23. ágúst 1959. Aðalumræðuefni: Tilbeiðsla og bæn. Dag- skrá fundarins í einstökum atriðum er þó ekki enn fullsaminn. Þess er vænzt, að fundurinn verði vel sóttur, enda mun reynt að stilla kostnaði í hóf. Þátttaka héðan frá íslandi verði til- kynnt stjórn Prestskvennafélags íslands, en formaður hennar er frú Anna Bjarnadóttir í Reykholti.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.