Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 17
Ályktanir og afgreidd mál fyrsta kirkjuþings Þjóðkirkju íslands, er haldið var 18.—31. okt. 1958. I. Frumvarp um biskupa Þjóökirkju íslands, lagt fram af kirkjumálaráðherra og biskupi. Kirkjumálanefnd þingsins, þeir Þórarinn Þórarinsson, Jón Auðuns, Þorsteinn Gíslason, Jón Tómasson og Magnús Már Lárusson, skilaði nýju frumvarpi, er koma skyldi í stað hins, og var það samþykkt af kirkjuþinginu með nokkrum breyt- ingum, og var það afgreitt í heild, sem hér segir: Frumvarp til laga um biskupsdœmi Þjóökirkjunnar. 1. gr. Tveir skulu vera biskupar í hinni evangelísk-lútersku Þjóðkirkju á íslandi. Situr annar í Reykjavík og nefnist Skál- holtsbiskup, en hinn á Akureyri og nefnist Hólabiskup. Biskupunum skulu búin dvalarskilyrði í Skálholti og á Hól- um. Skulu þeir dveljast þar, þegar þeim þykir henta og ber skylda til samkvæmt 6. gr. Heimilt er kirkjumálaráðherra að ákveða, að Hólabiskup skuli sitja á Hólum, enda hafi það áður verið samþykkt af þjónandi þjóðkirkjuprestum og safnaðarfulltrúum biskupsdæmisins. 2. gr. Skálholtsbiskup hefir stjórn og yfirsókn frá Austur- Skaftafellsprófastsdæmi til Norður-ísafjarðarprófastslæmis, að báðum meðtöldum, og er það Skálholtsbiskupsdæmi, en Hóla- biskup um hinn hluta landsins, sem er Hólabiskupsdæmi. 3. gr. Kosningarrétt við biskupskjör hafa prófastar og þjón- andi prestar Þjóðkirkjunnar í því biskupsdæmi, er veita á. Hver kjósandi kýs einn þeirra, er kjörgengir eru til embættisins. Réttkjörinn biskup er sá, sem fær meira en helming greiddra atkvæða. Nú fær enginn það atkvæðamagn, og skal embættið þá veitt þeim þeirra þriggja, er flest fengu atkvæði, sem hlut- aðeigandi stjómarvöld telja bezt til þess fallinn. Kjörgengir til biskupsembætta eru allir þeir, sem kjörgengi hafa til prestsembættis í Þjóðkirkjunni.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.