Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 3
Nútíðar pílagrímur. (Viðtal við Pétur Ottesen fyrrv. alþingisniann). Pétur Ottesen er fyrir margra hluta sakir einn af þjóðkunnustu Islendingum, þeirra, sem nú eru ofar moldu. Hann varð alþingis- maður Borgfirðinga aðeins 28 ára gamall og hélt þingsætinu í 43 ár, eða þangað til á síðast liðnu vori, er hann gaf ekki kost á sér lengur. Hefur hann því setið lengst allra á Alþingi, síðan það var endur- reist. Frá upphafi hefur hann jafn- an verið talinn meðal höfuðskör- unga, manna málsnjallastur og óvenju fylginn sér, en jafnframt frábærlega djarfur og drengilegur í hvívetna. Mun það almennt við- urkennt, að fáir hafi farið heilli til hildar né komið heilli af hólmi stjórnmálanna en Pétur Ottesen. Búið hefur hann rausnarbúi á föð- urleifð sinni í 44 ár, jafnan verið sóttur til ráða um öll þau mál í héraði, er mikils hefur þótt um vert, og skipað helztu trúnaðar- stöðurnar i sveit sinni. Hann hef- ur verið forustu- og forráðamaður bænda á þingum þeirra í marga áratugi og einnig haldið um stjórn- völinn í Fiskifélagi Islands. Ein- hver eindregnasti stuðningsmaður bindindis- og bannmála. Þjóðræk- mn og þjóðhollur út í fingurgóma. Gáfaður maður og vinfastur. Fyrif síðustu jól lét Pétur Ottesen skrá sig á flutningaskip, sem gidi til ísraels, og kom þaðan aftur um miðjan janúar. Kirkjurit- *hu lék forvitni á að spyrja hann tiðinda úr þeirri för og þakkar num hin greinagóðu svör hans. I næsta hefti mun þessi lífsreyndi ngskörungur minnast örlítið á viðhorf sitt tii íslenzkrar kirkju og hnistni. — G'Á' ^inur minn, séra Gunnar Árnason, prestur í Reykjavík, hef- JfJarfö þess á leit við mig, að ég gæfi nokkur svör við spurn- er hann hygðist beina til mín varðandi för mína til mgum, 7

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.