Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 20
114
KIRKJURITIÐ
það, eftir að hafa rannsakað sjúklinginn, að engar líkamlegar
orsakir hefðu valdið lömuninni. Spurði hann sjúklinginn, hvort
hann vildi fá viðtal við sálfræðing (psychiatrist). „Auðvitað
ekki,“ svaraði Barton. „Ég er ekki brjálaður. Það er handlegg-
urinn. Þér eruð sérfræðingur og ættuð að geta læknað mig.“
Sérfræðingurinn yppti öxlum og sagðist reyna það, sem hann
gæti. Hann náði tali af Young, sem brátt kom að rúmi sjúk-
lingsins, eins og af tilviljun, og kynnti sig: „Mér þykir vænt
um að sjá yður,“ sagði Barton. „Ég tek sjálfur mikinn þátt i
safnaðarlífinu. Ég er fjármálaritari. Það er auðvelt fyrir mig,
því ég er endurskoðari að atvinnu." Eftir að þeir höfðu rætt
saman um stund, trúði Barton Young fyrir því, að húsbóndi
sinn hefði nýlega farið fram á það við sig, að hann falsaði
reikningana, til þess að fyrirtækið kæmist hjá því að greiða
skatta fyllilega í samræmi við ágóðann. Þegar Barton hafði
neitað þessum tilmælum, gaf húsbóndi hans það ótvírætt í
skyn, að hægt væri að fá annan mann í hans stað. En þessi
lömun í handleggnum byrjaði, áður en hann gæti framkvæmt
það, sem húsbóndi hans hafði farið fram á. Young spurði, hvort
hann héldi, að nokkur samband gæti verið á milli þessa atviks
og sjúkdómsins. „Hvernig ætti það að geta átt sér stað,“ spurði
Barton. Young gaf honum þessa skýringu: „Samvizka manns-
ins býr yfir miklum mætti. Gæti það ekki verið, að yðar eigin
samvizka hefði leyst vandann fyrir yður á þennan hátt, að gera
yður líkamlega ómögulegt að hlýða boði yfirmanns yðar?“
Barton kinkaði kolli hugsandi. „En hvað get ég gert. Ég er far-
inn að eldast, og góðar stöður eru ekki á hverju strái.“ „Við
verðum öll að taka ákvarðanir okkar á eigin ábyrgð. En ég
hef hugboð um, að ef þér hlýðið rödd samvizkunnar, þá mun-
ið þér aftur fá mátt í handlegginn," sagði Young. Næsta dag
fór Barton heim, útskýrði fyrir húsbónda sínum, hvers vegna
hann gæti ekki framið þennan óheiðarlega verknað. Skömmu
seinna fékk hann aftur máttinn í handlegginn. í stað þess að
vera sagt upp, fékk hann launahækkun. Húsbóndi hans sagði
við hann: „Við eigum það báðir samvizku yðar að þakka, að
við höfum lært okkar lexíu.“
Mörg dæmi þessu lík eru skráð í þessari frásögn, en ég verð
að láta þetta nægja.
Á árinu 1947 ákvað Young, að nú væri kominn tími til þess