Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 23
Pistlar, Andleg máttarverk. Á borðinu fyrir framan mig liggur bók, sem nefnist „Glimt af Guds under. — Mirakler i vor tid“. Forvitnileg bók með mörgum myndum. Efnið er stuttar frásagnir um ótrúlega og óvenjulega atburði, sem gerzt hafa fyrir mátt bænarinnar og oft handayfirlagningu. Dæmi: Hálfstálpaður drengur hafði handleggsbrotnað fyrir tveimur árum, brotin gróið skakkt saman og snúizt upp á höndina, svo að hún varð honum ónýt. Þetta lagast á svipstundu eftir fyrirbæn. — Krypplingur, sem skriðið hefur betlandi á hnjánum í 30 ár, verður heill og getur gengið að starfi. — Mállaus drengur talar eftir handayfirlagn- ing og fyrirbæn. — Ungur maður læknast á svipstundu af krabba í báðum lungum. — Flugvélaráhöfn bjargast á undur- samlegan hátt. Þessi dæmi nægja til að benda á, að margvíslegir viðburðir gerast daglega í veröldinni, sem ekki verða skýrðir með skyn- samlegum hætti á annan hátt en þann, að æðri máttur grípi fram í — að Guð heyri bænir mannanna. Þetta ætti oss kristnum mönnum ekki að þykja neinar frétt- ir. Mikill hluti þeirra frásagna, sem vér eigum af frelsaran- um, eru af máttarverkum hans. Hann gekk um kring og lækn- aði sjúka, stundum aðeins með orði sínu, ævinlega í bæn til föðurins á himnum. Hann hélt því fram, að lærisveinum sín- um væri þetta líka fært — ef þá skorti ekki trúna. Kaþólska kirkjan hefur alltaf haldið því mjög á lofti, að það sannist. Þarf ekki annað en minna á kraftaverkabæinn Lourdes í því sambandi. í ár var þess minnzt, að þá voru 100 ár liðin síðan Undrin hófust, og hafa milljónir ferðamanna streymt þangað dag og nótt. Og skýrt hefur verið frá nýjum undrum. Vitanlega eru margar sögur, sem gengið hafa af undrum og kraftaverkum illa vottfestar, sumar hreinn tilbúningur, aðrar byggðar á meiri og minni misskilningi, ýmsar auðskýrðar á eðlilegan hátt. En þrátt fyrir það eru óteljandi slíkar sögur jafn sannar fyrir því, og verða ekki skýrðar á annan veg en að Guð birti mönnum með þeim hætti dásemd sína og kær-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.