Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 6
100
KIRKJURITIÐ
olli förin þér vonbrigðum?
Þessari spurningu þinni er mér ljúft að svara með því að
gefa þér þá heilshugar játningu, að ég á trauðla orð til að lýsa
ánægju minni yfir því að hafa tekizt þessa ferð á hendur.
Mér finnst, að með henni hafi ég lokið starfi, sem ég hafði ein-
hvern veginn á tilfinningunni að ég ætti eftir að inna af hendi.
Og mér finnst ennfremur, að ég hafi haft heim með mér í
ferðalok sams konar ánægju og sigurkennd, eins og ávallt gerir
vart við sig, þegar manni hefur tekizt að hrinda í framkvæmd
hjartfólgnu áhugamáli, hvort heldur er í einkalífi manns eða
á sviði félags- eða stjórnmála.
Hvaða staða fannst þér mest koma til að sjá sakir trúarlegra
minninga eða menja?
Um þessa þriðju spurningu þína er þetta að segja:
Áður en ég lagði af stað í þessa ferð, hafði ég hugleitt það
með sjálfum mér, að mér bæri fyrst og fremst að kosta kapps
um það að geta komið til Jerúsalem, Betlehem, Nazaret og að
Genesaretvatninu og ánni Jórdan. Þessar lýsandi stjörnur á
himni þeirra helgisagna austur þar, sem mér voru hugstæð-
astar, langaði mig fyrst og fremst til að sjá og skoða. Ég gekk
þess ekki dulinn, að þess væri að sjálfsögðu engin von, að ég
gæti á þeim stutta tíma, sem ég hafði þarna yfir að ráða, gert
annað eða meira en rétt að renna augum yfir þá helgidóma
frá dögum frelsarans og frumkristninnar, sem þar eru varð-
veittir. En þarna reyndust fleiri ljón i vegi en naumleiki tím-
ans einn saman. Borgin Betlehem, fæðingarstaður Frelsarans,
er öll á umráðasvæði Arabanna og til hennar eru allar leiðir
lokaðar frá ísrael. Sama er að segja um y6 hluta af Jerúsalem,
sem við skipun landamæranna milli ísraels og Jórdaníu féll,
eins og Betlehem, í hlut Arabanna. Og svo einkennilega hefur
viljað til við skiptin, að þeir staðir flestir í Jerúsalem, sem frá-
sögn Biblíunnar hefur vakið hjá kristnu fólki mesta löngun
til að sjá og skoða, eru einmitt á þessu svæði. En eigi að síður
grípur enginn í tómt í þessum efnum á yfirráðasvæði Gyðinga
í Jerúsalem. Þar er og gnægð fornsögulegra minja, sem leiða
huga vorn strax við fyrstu sýn rakleitt inn í sögusvið hins
forna tíma. Sú veröld, sem sagnir Biblíunnar bregða upp mynd
af og maður við lestur þeirra sér í fjarska, stendur nú fyrir
manni eins og opin bók.