Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 47
KIRKJURITIÐ
141
Erlendar fréttír.
Séra Kristinn K. Ölafson lætur nú af prestsskap eftir langa og
merkilega þjónustu. Hann var vígður prestur fyrir 55 árum og vann
starf sitt á vegum íslenzka lúterska kirkjufélagsins í Vesturheimi
til ársins 1943. Naut hann þar mikils trausts og virðingar og var for-
seti þess við ágætan orðstír í 20 ár. Jafnframt var hann kjörinn
heiðursdoktor í guðfræði. Þótti mikið koma til gáfna hans og glæsi-
mennsku. Fer það saman, að hann er prýðilega ritfær og vel máli
farinn. Síðustu árin þjónaði hann einnig við ágætan orðstír ensku-
mælandi söfnuðum innan vébanda United Lutheran Church in Ame-
rica, seinast í Rock City í Illinois. Þaðan flyzt hann nú ásamt konu
sinni til Iowafylkis og er utanáskrift þeirra: 105 Oak Court, Man-
chester. —■ Þrátt fyrir háan aldur er hann við góða heilsu og hyggst
að ljúka ýmsum ritstörfum, sem hann hefur með höndum, meðal ann-
ars ganga til fulls frá þýðingu sinni á bókinni Æfi Jesú eftir Ásmund
Guðmundsson biskup. — Kirkjuritið vottar þessum merka kirkjuleið-
toga virðingu og þökk og óskar þeim hjónum blessunar.
Dr. Otto Dibelius biskup í Berlín og einn af höfuðleiðtogum Lút-
erska heimssambandsins og Alkirkjuráðsins, hefur nýlega lýst því
Vfir, að hann muni láta af biskupsstörfum í maímánuði 1961, en þá
verður hann 81 árs að aldri. Hann nýtur fyllsta trausts kirkjunnar
manna og harma þeir að fá ekki lengur notið biskupsstarfa hans.
Páfinn hefur nýlega skipað 15 nýja kardinála, og er þá tala þeirra
komin í 85 eða hærri en nokkru sinni fyrr. Einn þeirra er þeldökkur
erkibiskup í Afriku. Það er líka nýtt. Hann heitir Laurian Rugam-
bwa, er Tanganyikamaður, fæddur heiðinn. Einnig er fyrsti Fillipps-
eyingurinn og fyrsti Japaninn í þessum hópi.
Alojeijé Steplianic kardínáli í Júgóslavíu er látinn. Hann varð
Prestur 1930, erkibiskup nokkru síðar (þ áaðeins 36 ára) og kard-
ínáli 1953. Hefur í mörg ár setið í „stofufangelsi" sakir þvermóðsku
sinnar við Tító. Neitaði að sveigja kirkjuna til hlýðni við rikið. Hafði
mikla lýðhylli og naut virðingar andstæðinga sinna sem vina.
Martin Niemöller lætur enn mikið til sín taka. Ekki alls fyrir
^öngu talaði hann á mikilli samkomu Gyðinga í New York og beindi
aðvörunarorðum til heimsins vegna nazistaandans, sem enn lifði í
Þýzkalandi og ylli þar Gyðingaofsóknum og vigbúnaði. Hann taldi,
að efnishyggjan væri þar i alveldi og mundi fyrr eða síðar koma
bæði Þjóðverjum sjálfum og öðrum þjóðum í koll.
Sven Lichnan er látinn. Hann var meðal kunnustu rithöfunda Svía
á þessari öld. Skáld gott bæði í lausu máli og bundnu. En auk þess
var hann víðfrægur og prédikari og um langt skeið annar aðalforingi
Hvítasunnumanna í Svíþjóð. Afturhvarfssaga hans var merkileg, og
barátta hans fyrir auknum áhrifum kristninnar í landi sínu áhrifarík.