Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ
103
mæra. Enda leggja Gyðingar mikið að sér í þeim efnum. Al-
menn tveggja ára herskylda, sem tekur jafnt til kvenna og
karla, bindur mikið starfslið frá öðrum störfum. Þá er annar
herkostnaður sjálfsagt ekkert smáræði. Að öðru leyti eru landa-
mærin Gyðingum einnig óhagstæð og þá einkum og sér í lagi
hvað það áhrærir, að geta notað vatn úr ánni Jórdan við hið
mikla eyðurmerkur-uppgræðslustarf þeirra.
Er „fílagríniumf‘ vel tekiö og sœmilegt fyrir þá aö ferðast
þarna um?
Gyðingar leggja sig mjög fram um það að stuðla að auknum
ferðamannastraum til landsins og verður vel ágengt í því efni.
Enda er gott að komast um í ísrael. Allir vegir eru þar mal-
bikaðir og geta menn á flestum leiðum valið um að ferðast
rneð járnbrautum eða í bíl. En meðan lokað er öllum sam-
skiptum Gyðinga og Araba, er hinum eiginlegu pílagrímum
gert erfitt fyrir, því til þess að fá fullnægt ætlunarverki sínu,
verða þeir að leggja leið sína um yfirráðasvæði beggja deilu-
aðila, sitt frá hvorri hlið.
Viltu leggja hér aherzlu á eittlivert sérstakt atriði í sambandi
við þetta ferðalag?
I tilefni af tíundu og síðustu spurningu þinni, sem raunar er
ekki beint að neinu sérstöku atriði, vil ég að lokum segja þetta:
Það hefur um margar aldir vakið alheims athygli, hvernig
Gyðingaþjóðstofninum, föðurlandslausum og dreifðum um öll
lönd og álfur, hefur tekizt að halda óskertum þjóðareinkenn-
um sínum og trú. Þetta er þrekraun, sem öllum öðrum þjóðar-
brotum hefur við svipaðar aðstæður verið um megn. Eftir
kynni þau af Gyðingum, sem ég aflaði mér í suðurför minni,
er ég sannfærður um, að þann heilsteypta viljastyrk, kraft og
einbeitni, sem til þess hefur þurft að vinna þetta einstæða
þrekvirki, hafa Gyðingarnir fyrst og fremst sótt í lindir þeirr-
ar óbifanlegu trúarvissu, að fyrirheit Biblíunnar þeim til handa
um að þeir ættu að endurheimta sitt glataða föðurland, ættu
eftir að rætast, og að árroði þess langþráða dags væri þeim
°g öllum heiminum boðberi nýrra og betri tíma.
En þegar þessi langþráða stund rynni upp, vildu þeir, þrátt
fyrir langa útlegð, geta fylkt liði í hinum nýju heimkynnum
með óskertum þjóðareinkennum og trú. Annað væri ekki boð-
iegt hinum fornhelgu heimaslóðum.