Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 33
Á förnum vegi.
Þegar prestur og leikmaður mætast á förnum vegi og taka
tal saman, ber að sjálfsögðu margt á góma. Sé leikmaðurinn
áhugamaður um kristindómsmál, verða þau mál eðlilega aðal-
umræðuefnið. Margt af því, sem þannig fer á milli einstaklinga
í samræðum þeirra, er vissulega athyglisvert. Fátt eitt af þvi
kemur nokkru sinni íyrir almennings sjónir, en er þó sannar-
tega þess vert. Þykir mér rétt að minnast á nokkur slík atriði,
sem ég hef átt umræður um, aðallega við leikmenn. Ætla ég
ekki að flokka þau sérstaklega, heldur láta þau koma sem eðli-
legast fram, svo að þau líkist fremur frjálsu samtali á förnum
vegi en hugleiðingum einstaklinga.
Þátttaka safnaðar í giiðsþjónustunni.
Er hún ekki of lítil? Jú, en samt er hún meiri en margir
gera sér ljóst. Áður en guðsþjónustan hefst, hringir einn safn-
aðarmanna kirkjuklukkunum og kallar söfnuðinn til guðsþjón-
ustunnar. Raunverulega má segja svo, að hringjarinn hafi með
höndum starf, sem tilheyrir guðsþjónustunni. Þegar samhringt
er og prestur gengur í kirkju, leikur organisti kirkjunnar inn-
Sóngulag á orgel kirkjunnar. Þar er um að ræða starf safn-
aðarmanns við guðsþjónustuna. Meðan inngöngulagið er leikið,
starfar meðhjálparinn, sem er safnaðarmaður, að því að skrýða
Prestinn. Síðan les meðhjálparinn bæn úr kórdyrum. Þvi næst
hefst almennur safnaðarsöngur, sem venjulega er stjórnað af
^ór kirkjunnar, við undirleik organistans. Þannig tekur söfn-
uðurinn virkan þátt í guðsþjónustunni, en presturinn hefur alt-
arisþjónustu og flytur prédikun. — En væri ekki æskilegt, að
söfnuðurinn tæki meiri þátt í guðsþjónustunni, t. d. með því
að fara upphátt með trúarjátninguna eða Faðirvor, eða einhver
Ur söfnuðinum læsi valdan kafla úr Biblíunni?