Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 129 í kirkjuna og ýmsu því, sem snertir umsjón og fjárhald kirkju- hússins. Á safnaðarfundi er kosin sóknarnefnd. Skal það vera aðal-safnaðarfundur. Starf sóknarnefndar er aðallega að sjá Urn fjármál sóknarinnar og annast ýmsar þær framkvæmdir, sam safnaðarfundur hefur ákveðið. Þá sér sóknarnefnd um náðningu hringjara og meðhjálpara. Á aðalsafnaðarfundi er kosinn safnaðarfulltrúi, sem falið er að mæta á héraðsfundi fyrir hönd safnaðar síns. Aðal-safnaðarfund á að halda árlega. Héraðsfundir. Hvert er hlutverk þeirra? í lögum er svo fyrir mælt, að hér- aðsfundur skuli fjalla um þau kirkjuleg málefni, „sem héraðið varða“. Með „héraðið" er átt við prófastsdæmið. Prófastur boðar til fundarins og stjórnar honum. Þar eiga að mæta allir Prestar prófastsdæmisins og allir safnaðarfulltrúar. Á fundin- Um eru lagðir fram endurskoðaðir kirkjureikningar hverrar soknar í prófastsdæminu. Þá eru t. d. ræddar tilllögur um breyting á skipun sókna, takmörkun prestakalla, um afhend- mS kirkju í hendur söfnuði og margt fleira, sem einstaka söfn- uði snerta innan prófastsdæmisins. Fjölmörg almenn kirkju- leg mál eru þar einnig rædd. Koma þar til umræðu mörg mál, sem snerta samstarf prests og safnaðar. Sem örlítið sýnishorn af málum, sem fram koma á héraðsfundum, má nefna: Hús- Vltjanir presta, kirkjusókn safnaða, altarisgöngur, prestskosn- mgar, helgisiði þjóðkirkjunnar, kirkjuleg lög, helgihald sunnu- hagsins og hátíðadaga, söngmál. Á héraðsfundum ræða prest- ar °g fulltrúar safnaða sameiginleg áhugamál. Hlutverk þeirra funda er því meira en menn almennt gera sér ljóst. Klukknahringingar. Eru ekki til neinar reglur urn það, hvernig kirkjuklukkum skuli hringt? Þær munu ekki vera til. Þess vegna eru klukkna- bringingar með ýmsu móti. Eins og greinilega kom fram í út- VarPinu, þegar áramótahringingum frá ýmsum kirkjum var út- VarPað, voru þær æði mismunandi, eins og að líkum lætur, þar Sem um margar gerðir klukkan var að ræða, en auk þess voru bringingarnar framkvæmdar á hinn sundurlausasta hátt. Væri ekki úr vegi, að þær yrðu samræmdar og þar með komið í fast- aia form. Þó að í fljótu bragði virðist ekki um mikið mál að 9

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.