Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 48
142 KIRKJURITIÐ Innlcndar fréÉtlr. Veronique Luujer, starfskona á vegum Alkirkjuráðsins, kom hér nýlega af því tilefni, að erlendur vinnuflokkur mun vinna um mán- aðartíma í sumar að þvi að reisa nýja kirkju í Grafarnesi. Kona þessi hélt erindi fyrir presta o. fl. um þennan starfsþátt Alkirkjuráðsins. Frú GuÖríÖur Ölafsdóttir, prestsekkja frá Húsavík, andaðist 22. febr. s. 1. Fædd 9. júní 1867. Hún var ættuð frá Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi. Giftist séra Jóni Arasyni 1880. Góð kona og dugmikil, enda vel látin. Frú Anna Stefánsdóttir prestsekkja lézt 5. marz. Faðir hennar var séra Stefán Pétursson á Hjaltastað, sem lézt ungur frá 12 börnum, og urðu mörg þeirra þjóðkunn. Frú Anna var fædd 25. okt. 1874. Giftist 1899 séra Þorvarði Brynjólfssyni, sem fyrst var fríkirkju- prestur eystra, síðan lengi á Stað í Súgandafirði. Frú Anna var mæt kona og mikilhæf, eins og hún átti kyn til, og átti stóran barnahóp. Frelsi heitir kvikmynd, sem gerð hefur verið á vegum Siðvæðing- arhreyfingarinnar svonefndu. Gerist myndin í Afríku og flytur þann boðskap, að allt frelsi standi og falli með andlegu frelsi og siðgæði einstaklinganna. Fjórir menn — þar af tveir aðalleikendurnir — fylgdu myndinni hingað og ávörpuðu gestina á frumsýningunni. Var þá troðfullt hús og myndinni vel tekið. Hún er fögur og að sumu leyti nýstárleg. Séra Þórir Stephensen í Saurbæjarþingum hefur verið löglega kosinn prestur á Sauðárkróki. Kirkjulegir fundir voru haldnir i Reykjavík dagana 18.—20. nóv. Nefnd kosin af héraðsfundi boðaði til þeirra, en í henni voru Helgi Þorláksson skólastjóri, séra Óskar J. Þorláksson og séra Gunnar Árnason. Starfsmenn safnaðanna voru boðaðir, og má þátttakan teljast sæmileg. Fyrsta kvöldið var rætt um kirkjusóknina, næsta um safnaðarstarfið, þriðja um safnaðarsönginn. Nokkrar ályktanir voru gerðar, er hnigu í þá átt að auka kirkjulega starfsemi í pró- fastsdæminu. r ^ KIltKJU itrnn Timarit gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjóri: Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 60 krónur. Afgreiðslu annast Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavik. Sími 14776. Pxentsmiðjan Leiítux - 1960

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.