Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ
121
— Ég býst við, að okkur, sem sátum biskupafundinn, hafi
öllum verið mikill harmur í hjarta. Hér hittumst við, við erum
persónulegir vinir, enginn grunar annan um græzku, við höfum
getað ræðzt við í bróðerni, nú eins og ætíð endranær, og skil-
izt með virðingu, já, með kærleikum. En við höfum ekki getað
orðið á einu máli, — það sem annar álítur, að sér beri nú að
gera, það álítur hinn órétt, andstætt Guðs vilja. Og það mun
hafa alvarleg samvizkuvandamál í för með sér, t. d. fyrir presta.
Þetta á e. t. v. við um helming sænskrar prestastéttar og
kirkjuhaldara, og um álitlegan hluta af okkar tryggustu
kirkjugestum, sem verður gert að taka upp samvinnu við kven-
Prest. Nú má spyrja sem svo, hvernig þetta megi vera. Við
höfum þó Guðs orð, sem stendur ofar okkur öllum. Við erum
nokkurn veginn sammála um, hvað í Orðinu standi, að til séu
staðir í Nýja testamentinu, sem — ef þeir eru lesnir eftir orð-
anna hljóðan — fela í sér bann við kvenprestum. En þá kem-
ur sem sagt aðalvandamálið, og það er, hvort þetta eigi við
okkur, hvort því sé beint til okkar. I augum þess hóps, sem ég
tilheyri, er það deginum ljósara, að allar tilraunir til að sýna
fram á, að það komi okkur ekki við, eru haldlausar. Við erum
sannfærð um, að 2000 ára gömul hefð kirkjunnar er í þessu
efni byggð á Guðs orði og Guðs vilja.
Fréttamaðurinn: Nú segir Hultgren erskibiskup, að hættan
á ytra klofningi sé minni en áður. Það kemur þá greinilega
ekki til neinnar úrsagnar af því tagi, sem stundum hefur verið
talað um?
— Það er áreiðanlegt, að „Kirkjuleg samfylking" hyggur
ekki á úrsögn, og að hún hefur ávallt unnið að því, að við
verðum kyrr. Við erum skírð af Guði til þessarar kirkju, og
við unnum henni, við hörmum það, sem nú er að gerast og
teljum, að með því skrefi sé vikið bæði frá siðbótinni og þeim
arfi, er við eigum sameiginlegan með allri hinni almennu
kirkju. Og við getum ekki breytt gegn sannfæringu okkar um
þetta atriði. Við getum ekki viðurkennt vígslu, sem við teljum
andstæða Guðs vilja, eins og Hann hefur birt okkur hann. Og
þetta er að sjálfsögðu ekkert, sem líður hjá, sem muni venjast,
það verður jafnfráleitt 1970 og það er í dag. En við —
setlum að vera kyrr.
Fréttamaðurinn: Þið kjósið, ef svo mætti segja, óvirka af-