Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ
109
Young. Langar mig til að segja í stórum dráttum frá sögu hans
og þeim atvikum, sem urðu til þess, að hann lagði inn á þessa
braut í þjónustustarfi sínu.
Þegar á unga aldri hafði Young áhuga á því að verða prest-
ur, enda alinn upp af mjög trúræknum foreldrum. En vegna
kreppunnar varð hann að hætta við nám í menntaskóla og fara
að vinna fyrir sér. Hann settist að í heimabæ sínum og fékk
ágæta atvinnu við verzlunarstjórn. Vegna meðfæddra stjórnar-
hæfileika gekk honum allt að óskum. En hann átti eftir að
komast að því, að þetta var ekki hans rétta hlutverk í lífinu.
Það var gamall sveitaprestur úr nágrenninu, sem hafði þau
áhrif á hann, að hann komst á aðra skoðun. Þessi gamli prestur
ferðaðist um sóknina, færandi blessun með sér, hvar sem hann
kom, elskaður af öllum. Séra N. J. Todd átti enga aðra ósk en
að fá tækifæri til þess að hjálpa meðbræðrum sínum. Frá
morgni til kvölds sást hann aka í gamla bílnum sínum, á leið
til einhvers, sem var hjálpar þurfi.
Dag einn, þegar presturinn var kominn til þess að kaupa
hensín á bílinn sinn, sá Young í aftursætinu nágranna sinn,
sem krepptur var af liðagigt og stundi af kvölum. Séra Todd
ætlaði með hann á lækningastöð, margar milur þaðan. Þegar
Presturinn ætlaði að greiða bensínið, vildi Young ekkert taka
fyrir það, en sagði óþolinmóðlega: ,,Af hverju eruð þér að
þessu, að slíta yður út fyrir annað fólk?“ Séra Todd brosti:
„Þér verðið að fyrirgefa gömlum manni, að finnast lífið gefa
enga meiri gleði en að fá tækifæri til að hjálpa öðrum,“ sagði
hann.
Þegar Young sá gamla manninn aka af stað, kom yfir hann
ómótstæðileg löngun til þess að ganga í þjónustu kirkjunnar.
Eftir andvökunótt í baráttu við sjálfan sig tókst honum að
hrinda þessu frá sér. Ef til vill hefði þessu þar með verið lok-
ið. En sumir virðast geta rétt út höndina handan yfir gröf og
dauða og ýtt við þeim, sem enn lifa í jarðlífinu. Eftir dauða
séra Todds hafði Robert Young engan frið fyrir þeirri hugsun,
að einhver yrði að halda áfram starfi gamla prestsins. Það
hafði líka mikil áhrif á hann, þegar faðir hans sagði honum,
að séra Todd hefði sagt fyrir, að eitthvert mikið hlutverk biði
sonar hans. „Ég veit ekki, hvað sonur yðar á eftir að vinna
markvert, en það er eitthvað“, hafði hann sagt.