Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ
131
Heimilisguðrækni.
Er hún ekki lengur til á íslandi? Jú, vissulega. Það hefur
mikið verið rætt um, að hún sé ekki lengur til, og þá venjulega
miðað við húslestrana, sem til skamms tíma voru algengir hér
a landi. Nú víkur öðruvísi við en fyrir 40—50 árum. Þá var það
einhver á heimilinu, sem stjórnaði slíkum helgistundum. Lesn-
ar voru hugvekjur og sungið á undan og eftir. Á föstunni voru
Passíusálmarnir lesnir. Nú er því þann veg farið, að útvarpið
flytur helgistundir að morgni hvers virks dags, eins og getið
var hér að framan. Á sunnudögum og öðrum helgidögum er
flutt í útvarpi guðsþjónusta, á stórhátíðum jafnvel fleiri en ein.
Á föstunni eru Passíusálmarnir lesnir í útvarpinu. Á fjölmörg-
Ufn heimilum hlustar allt heimilisfólkið á þessar útvarpssend-
^ugar. Munurinn er einkum sá, að fólkið var sjálft þátttakendur
1 þessum helgistundum, en er nú hlustendur. Sá munur er auð-
Vitað ein þeirra breytinga, sem orðið hafa á síðustu umbylt-
lngatímum. En helgistundir útvarpsins eru jafnframt orðnar
helgistundir heimilanna. — En er heppilegt eöa œskilegt að
fella niöur á heimilunum þcer helgistundir, sem heimilisfólkiö
sJalft annast og taka helgistundir útvarpsins í þeirra staö? Nei,
sannarlega ekki. Guðræknisstundir á heimilunum þyrftu að efl-
ast að nýju, þar sem heimilisfólkið sjálft annast þær. Vitað er,
á allmörgum heimilum eru enn lesnir Passíusálmar á föst-
unni, þrátt fyrir það, að þeir eru lesnir í útvarpi. En húslestr-
arnir og sálmasöngurinn á heimilunum þarf að eflast frá því
Sem uú er. í því skyni þyrfti að gefa út stuttar hugvekjur, lík-
ar þeim, sem út voru gefnar á árinu 1947, en hverri hugvekju
Þyrfti að fylgja sálms- eða sálmaval fyrir hugvekjuna og stutt
®n- Þannig yrði byggð upp heimilisguðsþjónusta.
Jón Kr. ísfeld.
Máltíð er ekki einvörðungu það að næra líkamann. Borðhaldið
1 að vera ákjósanlegt tækifæri til skemmtilegra og fróðlegra
mraeðna — fjörugs en ekki hátíðlegs samfélags. Unnt er að krydda
man maj- meg góðum samræðum, en góðan mat er hins vegar
j eyðileggja algerlega með illum og ónotalegum orðahnipp-
gum. — Asliley Montague.