Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 40
Vísindi „Vér erum rétt aö stafa oss fram úr fyrstu versunum í fyrsta kapí- tulanum í óendanlega stórri bók.“ — Óþekktur höf. Ég veit ekki, hver sagði þetta eða skrifaði. En það hefur allt- af minnt mig mér til ánægju á það, að framtíðin getur að miklu leyti orðið það, sem vér gerum úr henni. Vér getum myndað svo ótal margt úr leyndardómsfullri framtíðinni, samkvæmt viti voru og vilja, líkt og myndhöggvarinn, sem skapar líkn eskju úr ólögulegum steini. Eins má segja, að vér stöndum í sporum bóndans. Ef vér sáum góðu og hreinu sæði, fáum vér góða uppskeru. En ef sæð- ið er lélegt og mengað illgresisfræi, uppskerum vér lélega. Og ef vér sáum engu, berum vér heldur ekkert úr býtum. Ég vil gera framtiðina betri en liðna tímann. Ég vil ekki spilla henni með þeim glappaskotum og villum, sem sagan úir og grúir af. Og oss ætti öllum að vera umhugað um framtíð- ina, því að vér búum að henni það, sem vér eigum ólifað. Fortíðin er búin og bókuð. Vér getum ekkert breytt henni. En framtíðin er fyrir stafni og í sköpun. Allt, sem vér aðhöf- umst, hefur áhrif á hana. Hver dagur veitir oss ný tækifæri, bæði heima fyrir og á starfssviðinu, ef vér erum menn til að koma auga á þau og grípa þau. Vér erum aðeins að stíga fyrstu skrefin á framfarabraut mannlegrar viðleitni. (Charles F. Kettering, vísinda- og uppfinningamaður). Kannske tilviljunin sé merki Guðs, þegar hann vill ekki skrifa nafn sitt fuilu letri. — Anatole France. Ég elska hann ekki af því, að hann sé góður, heldur vegna þess, að hann er barnið mitt. — Rabindranath Tagore. Visindi og listir tilheyra öllu mannkyninu og hlíta ekki neinum landamærum. — Goethe. Vísindin eru skipulögð þekking. — Spencer.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.