Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 29
KIRIÍJURITIÐ
123
fá að fylgja þeirri köllun, sem er þeim hjartans mál, er mikil-
vægt út af fyrir sig. Mikilsverðara er e. t. v., að opnuð er leið,
sem veitir oss nýja útbreiðslumöguleika fyrir fagnaðarerindið
til samtíðar og framtíðar. Enginn fær talið þær dyr, sem nú
standa opnar eða með rifu á hurðinni, en sem neitun mundi
hafa lokað. Kirkjan, skipulag hennar og embætti, eru til vegna
fagnaðarerindisins. Þeir, sem hafa fengið það hlutverk að taka
afstöðu, hafa með ákvörðun sinni viljað hlýðnast Guðs vilja,
eins og hann birtist í Orðinu, og lýsa hollustu við meginstefnu-
mið hinnar evangelísk-lútersku kirkjuhefðar vorrar. Það er
nauðsynlegt að gera greinarmun á boðskapnum og tækinu.
Þeim orðum, sem mæltu fyrir um skipulag kirkjunnar og ytra
form embætta hennar í nokkrum söfnuðum frumkristninnar,
var beint til tiltekinna viðtakenda. Það má ekki villast á þess-
um orðum og boðskapnum, boðum og dómum lögmálsins, fyr-
irgefningu og frelsun fagnaðarerindisins. Tryggðin við Guðs
orð leysir oss ekki undan, heldur þvert á móti bindur oss við
ábyrgðina á þessu orði. Hún neyðir oss stundum til að endur-
skoða hið hefðbundna form tækjanna. Loks felur trúmennskan
við Biblíuna í sér trúmennsku við Krist, — trúmennsku, sem
leiðir oss einnig til einlægrar samstöðu með nútímamanninum.
Ytri eining kirkjunnar er ómetanleg. Sundruð kirkja skyggir
á boðskapinn. Ef vér getum tileinkað oss hina erfiðu list að
gera réttan greinarmun á boðskap og tæki og fáum sameinazt
um þetta, má vera, að oss geti miðað nokkuð áleiðis í alvar-
legasta vandamálinu. Það varðar ekki tækið, heldur boðskap-
inn, hversu hann skuli túlkaður, útskýrður og hvernig honum
skuli beitt. Ef til vill getur það, sem nú hefur gerzt og mun
gerast, þegar þetta, sem sumum hefur verið bjart fyrirheit.
öðrum þungbúin ógnun, er komið í framkvæmd, hjálpað oss
til að festa aftur sjónir á því, sem máli skiptir, hinu eina nauð-
synlega.
Ekki hefur orðið af klofningi kirkjunnar, eins og fyrr segir.
Hins vegar loga enn miklir eldar og hefur „Kyrklig samling“
(flokkur Bo Giertz) skorað á fylgjendur sína að þiggja enga
bjónustu af kvenprestum, helzt ekki á þá hlýða. En þetta lægir
eflaust bráðlega. Og þótt erkibiskupinn af Kantaraborg hafi
harmað þetta skref sænsku kirkjunnar, verður það ekki aftur