Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 13
Samvinna presta og lœkna.
Það vildi svo til, að áður en ég fór til London síðastliðið
haust, hafði ég nýlega lesið ítarlega grein í amerísku tíma-
riti um prestinn Robert Young og hið merka brautryðjanda-
starf hans, en það er fólgið í því að koma á nánu samstarfi
presta og lækna í þágu sjúklinga á sjúkrahúsum. Mér þótti
þessi frásögn mjög athyglisverð. Þegar ég kom til London,
hafði ég mikinn áhuga á að hlusta á hinn fræga prédikara
Dr. Leslie Weatherhead, sem séra Jón Auðuns dómprófastur
hefur oft getið um í tímaritinu Morgni. Hann prédikar í City
Temple, sem er fríkirkja, en þar hafa starfað margir frægustu
Prédikarar, sem brezka þjóðin hefur átt. í hinum skelfilegu
loftárásum, sem gerðar voru á London í síðustu heimsstyrjöld,
eyðilagðist þessi gamla kirkja svo mjög, að endurbyggingu
hennar var ekki lokið fyrr en í fyrrasumar. Séra Jón Auðuns
hefur sagt mér, að hann og kona hans hafi einmitt verið stödd
í London um það leyti, og sér til mikillar ánægju verið við
hátíðlega vígsluathöfn þessarar merku kirkju, sem haldin var,
eftir að endurbyggingu hennar var lokið.
Ég var þarna við guðsþjónustu fyrsta sunnudag í október,
°g mun það verða mér ógleymanlegt. Þar fór allt saman, pré-
dikarinn, sem er óvenju sterkur og elskulegur persónuleiki, dá-
samlegt orgel, hámenntaður organisti og vel æfður kór. Ég
vil geta þess, að aðstoðarprestur við kirkjuna er kona. Guðs-
Þjónustunni var útvarpað um allan heim (World Transmission).
Hvert sæti í hinni stóru kirkju var skipað, og yfir allri guðs-
Þjónustunni hvíldi unaðslegur blær. Það, sem einkennir pré-
dikanir Dr. Weatherheads er frjálslyndi, djúpur skilningur á
öllu mannlegu og sannfæringin um það, að í kenningu Krists
sé að finna allan þann styrk og hjálp, sem hið hrjáða mann-
kyn þurfi á að halda. Ég segi þetta ekki, eftir að hafa hlustað
a Þessa einu prédikun. Það væri of fljótfærnislegt. Dr. Weather-
head er mjög lærður maður og hefur skrifað fjölda bóka. Ég