Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 28
122
KIRKJURITIÐ
stöðu í staðinn. Þið hafið í dag birt starfsáætlun ykkar. Hver
eru helztu atriði hennar?
— Já, starfsáætlunin, sem ekki ætti að kallast því nafni,
því að hún er algerlega ... við köllum það sjálf leiðbeiningar,
sem aðeins séu ráðleggingar; sem ekki geta bundið samvizku
nokkurs manns og ekki heldur leyst neinn frá þeirri skyldu
að spyrja sína eigin samvizku. En sem orðið hafa til við sam-
vinnu margra manna, er hafa strítt við þetta vandamál. Þær
hvetja hvern og einn til að koma ekki nærri því, sem hann
getur ekki talið rétt, þ. e. vígslum, guðsþjónustum, kirkjulegu
starfi, þar sem þátttaka mundi fela í sér, að hann sætti sig
við það, sem nú hefur gerzt. Það má auðvitað spyrja, hvort
þetta muni reynast framkvæmanlegt, — hvort um tvenns kon-
ar kirkjulíf geti orðið að ræða og ... já, það er undir ýmsu
komið. Ef reynt skyldi verða að þröngva einhverjum til að
taka þátt í því, sem hann ekki getur tekið þátt í, þá verður
það ekki framkvæmanlegt. En eitt er víst, sem sé, að kirkju-
þingið hefur lagt áherzlu á, að ekki skuli neyða eða þvinga
neinn til þess. Það var með því skilyrði, sem kirkjuþingið féllst
á þessi . . .. þessi lög. Og forustumenn kirkjunnar munu gera
allt, sem í þeirra valdi stendur, til að það komi ekki fyrir. Um
það erum við ... er ég fullviss, og ég veit, að þannig er það.
Og ég vona, að einnig okkur reynist kleyft að vera kyrr í
sænsku kirkjunni. Samtímis mun „Kirkjuleg samfylking“ halda
starfi sínu áfram með f jölmennum fundum o. s. frv.
Þetta með kvenprestana mun ekki verða neitt aðalatriði, það
er það ekki, heldur er aðalatriðið hitt, hvort Guðs orð eigi að
fá að vera leiðarstjarna okkar, ekki aðeins í þessu smáatriði,
heldur í einu og öllu.
Ruben Josefsson biskup: „Gerið greinarmun á boðskajmum
og tœkinu.“
Á ytra borði kann málið að virðast smávægilegt. Þrír kven-
guðfræðingar hafa neytt lögákveðins réttar síns og farið fram
á prestvígslu. Nokkrir biskupar hafa tjáð sig reiðubúna að full-
nægja embættisskyldu sinni. Hér er um að ræða þess konar
samband réttar og skyldu, sem vér erum vanir að skoða sem
grundvallaratriði, einnig fyrir líf og starfsreglur kirkjunnar.
Á þessu máli er hins vegar önnur hlið. Að þrjár manneskjur