Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 34
128
KIRKJURITIÐ
Iiandhægar Bihlíuskýringar.
Eru þær nokkrar til? Það eru til skýringar við nokkur rit
Biblíunnar, t. d. skýringar við Markúsarguðspjall, Amos, Bréf
Páls postula til Korintumanna o. fl. Handhægar sem yfirlits-
rit yfir Biblíuna eru bækur þeirra fyrrv. biskups herra Ás-
mundar Guðmundssonar og próf. Magnúsar Jónssonar, Inn-
gangfræði Gamla testamentisins og Inngangsfræði Nýja testa-
mentisins. — En væri ekki hægt að fá stutta lýsingu á efni
hvers rits í Biblíunni og fáorðar skýringar á einstökum köfl-
um þeirra, annaðhvort í sérstakri bók eða sem framhaldsgrein-
ar í Kirkjuritinu?
Skyldur skírnarvotta (guðfeðgina).
Eru þær nokkrar? Því miður munu of fáir gera sér það ljóst,
að nokkurs annars sé krafizt af skírnarvottum (guðfeðginum)
en að vera vottar að nafngift barnsins. En skírnin er annað og
meira en nafngiftin ein. Þegar barn hefur verið skírt, beinir
presturinn þessum orðum til viðstaddra: „Góö systkin, þér er-
uö vottar þess, aö þetta barn er skírt til nafns fööurins, sonar-
ins og hins heilaga anda og tekiö inn í söfnuð Krists. Nú er
þaö heilagt hlutverk yöar, heimilis þess og safnaðar, aö kenna
því aö Jialda þaö, sem Drottinn hefur boöiö. Styöjiö þaö með
kœrleika og fyrirbœnum til aö lifa í samfélagi viö Krist.“ Hér
er í fáum orðum sagt, hvað skírnin er í innsta eðli sínu, en
einnig skýrt fram tekið, hverjar skyldur þeirra eru, sem eru
vottar að hinni helgu athöfn. En að sjálfsögðu ber þeim einn-
ig, ef eftir því er leitað, að vera reiðubúnir að votta, hvenær
barnið var skírt. Hefur komið fyrir, að barnsskírn hefur ekki
verið færð í prestsþjónustubók og orðið að leita til skírnar-
votta því til staðfestu, að barnið hafi verið skírt og hvenær.
Safnaðarfundir.
Til hvers eru safnaðarfundir haldnir? Eftir það, að söfnuð-
ir fengu rétt til þess að taka þátt í stjórn kirkjumálefna sinna
fyrir 80 árum, var farið að halda almenna safnaðarfundi. Hlut-
verk þessara funda er að fjalla um „kirkjuleg málefni safnað-
arins“, eins og það er orðað í lögum. Það er því margt, sem
slíkir fundir fjalla um. Þar er m. a. um að ræða helztu fram-
kvæmdir gagnvart kirkjuhúsinu, kirkjugarði, kaup á hljóðfæri