Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 10
Samtíningur. — Utanlands og innan. — „Kristindómurinn vinnur ekki fyrir sjálfan sig. Ella er hann ekki sannur kristindómur," segir próf. Regin Prenter. Þetta mætti kirkjan taka til sín. Með þetta í huga ætti hún að prófa sig sjálfa, spyrja sig sjálfa: Gerir kirkjan ekki of mikið að því að vinna fyrir sjálfa sig, hlúa að sér sem stofnun, hefja sig upp, „styrkja aðstöðu" sína, tryggja hag sinn? Og hefur hag- ur kirkjunnar samt nokkurn tíma verið jafn ótryggur og nú? „Þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin“, segir Einar Benedikts- son. „Næst góðri og guðlegri lífsskoðun og uppoffran eigin hags- muna vegna annarra, er iðjusemin bezti Brahminn", segir Matthías í bréfi til Hannesar Hafsteins. — Hver, sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, en hver, sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaðarerindisins, mun bjarga því. Mark. 8, 35. * Um það bil helmingurinn af þjónandi prestum landsins hafa verið í sama brauðinu alla sína prestskapartíð. Af þeim hafa þrír verið prestar yfir 40 ár, sjö í 30—40 ár, ellefu í 20—30 ár og tíu í 10—20 ár. Aðrir skemur. Flestir hafa þessir prestar sótt um önnur brauð, sumir oftar en einu sinni. í ýmsum kirkjudeildum í Bandaríkjunum er það talið heppilegt, að prest- ar skipti um söfnuð — eða máske heldur, að söfnuðir skipti um prest á ca. 10 ára fresti. * Ágætt hjálparmeðal fyrir presta í barnastarfi er skugga- myndavél. Þær eru orðnar algengar í útlöndum, sérstaklega Englandi, og þar eru framleiddar myndir (filmstrips) kristi- legs efnis, til að sýna í slíkum vélum. Er ekki eðlilegt, að presta- köllin eignist slíkar vélar? Þær munu kosta 3—4 þús. kr. *

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.