Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 18
112 KIRKJURITIÐ í frásögninni eru mörg dæmi þessu lík. En það var fleira, sem Young tókst að koma til leiðar, sem læknarnir fengu ekki ráðið við. Dag einn varð hann áheyrandi að því, að læknir var að reyna að fá fjölskyldu manns, sem hafði látizt, til þess að samþykkja, að krufning yrði gerð á likinu, en án árangurs. Seinna, eftir að hafa reynt að hugga hina sorgbitnu ekkju, spurði Young: „Segið mér, hvað orsakaði dauða mannsins yð- ar?“ Hún svaraði: ,,Ég veit það ekki, enginn veit það.“ Þá svaraði Young: „Það er slæmt, að læknarnir skuli ekki geta rannsakað þetta tilfelli. Börnin yðar gætu fengið sama sjúk- dóminn.“ Læknirinn varð undrandi, þegar Young sagði honum, að það væri ekki aðeins, að fjölskyldan leyfði krufninguna, heldur heimtaði hún, að hún yrði framkvæmd. Fréttir af slík- um tilfellum bárust fljótt um sjúkrahúsið. Brátt var Young kallaður til þess að ræða um erfið tilfelli, boðinn að vera við, þegar læknar og hjúkrunarkonur ræddu sín á milli um ástand sjúklinganna, og beðinn að segja álit sitt, ekki sízt á þeim sjúk- lingum, sem virtust eiga í miklu sálarstríði. Eftir sex mánuði var hann farinn að halda fyrirlestra fyrir læknastúdentunum, um samstarf prestsins við aðra aðila á sjúkrahúsum. Young var það sjálfum ljóst, að hann varð að læra af reynsl- unni. Oft varð hann fyrir sárum vonbrigðum og fann, að sér hafði mistekizt. Þessu til skýringar segir hann eftirfarandi sögu: „Maður nokkur þjáðist af lifrarsjúkdómi, sem orsakað- ist af ofdrykkju. Þó var það augljóst, að það, sem þjáði mann- inn enn meir, voru miklir erfiðleikar í hjónabandinu. í ákafa mínum til þess að hjálpa manninum, fór ég of geyst; hann sagði mér hluti, sem hann sá eftir að hafa látið uppi við mig, af því að hann skammaðist sín fyrir framkomu sína. Hann neitaði að tala við mig oftar. Sjúkdómurinn læknaðist í bili, og hann fór út af sjúkrahúsinu, aðeins til þess að drekka sig í hel. Mér dettur oft í hug,“ segir Young, „að hefði ég vitað þá, það, sem ég veit nú, hefði ef til vill verið hægt að bjarga þess- um manni.“ Fyrsta atriðið er að reyna að vinna fullkomið traust sjúk- lingsins. Það er mikill mismunur á því, hvort fólk kemur af eigin vilja til þess að leita ráða, eða hvort maður kemur óbeð- inn að vitja einhvers. Ef Young reyndi að fá fólkið til þess að láta sig uppi of fljótt, fór oft eins og með manninn, sem fyrr

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.