Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 22
116
KIRKJURITIÐ
stöðu sína. Á síðustu þremur árum hafa 12 fundir sálfræðinga
og presta verið haldnir, þar sem komið hefur fram brennandi
áhugi á auknum skilningi á starfsaðferðum beggja aðila.
Einn merkur sálfræðingur kemst svo að orði: „Mesta upp-
götvun nýtízku sálfræði er sálin, ekki aðeins sem annað nafn
á huganum eða meðvitundinni, heldur sem veruleiki, sem hef-
ur áhrif bæði á hugann og líkamann til góðs eða ills.“
Séra Georg Anderson, stofnandi The National Academy of
Religion and Mental Health, kemst svo að orði: „Með því að
takast á hendur þessa þjónustu í samstarfi við lækna til hjálp-
ar sjúkum, getur verið, að kirkjan standi á vegamótum. Ef til
vill gætu þessi nýju viðhorf valdið eins mikilli byltingu eins
og siðaskiptin gerðu á sínum tíma.“
Robert Young undrast, að áhuginn fyrir þessu samstarfi er
jafnvel meiri hjá læknunum en prestunum. „Með því að bjóða
prestlunum samstarf við lækna, til sem fyllstrar þjónustu við
þá sjúku, hafa læknavísindin boðið kirkjunni hið stórkostleg-
asta tækifæri," segir Young. Honum finnst það merkilegt, að
það er ekki yfir kirkjudyrum, heldur yfir innganginum að
einu stærsta sjúkrahúsi Bandaríkjanna, að þessi setning er
letruð: „Því frá hinum hæsta kemur lækningin.“
Eins og ég gat um í upphafi, hafði það mikil áhrif á mig,
svo að segja samtímis, að kynnast starfi þessara tveggja merku
presta, Robert Young og Leslie Weatherhead. Dæmi þau, er
sá síðarnefndi segir frá í bókum sínum, eru svo lík þeim, er
ég nú hef sagt frá úr reynslu Youngs, að maður hlýtur að
álykta, að þeir séu á réttri leið. Vona ég, að þessi frásögn mín
geti vakið lesendur til umhugsunar um þessar merku tilraunir
kirkjunnar manna.
Við, sem játum kristna trú„ erum öll innst í hjarta okkar
sannfærð um, að kærleikurinn er sterkasta aflið í tilverunni.
Og það er einmitt sannfæringin um þetta, sem knúið hefur
þessa merku presta, til þess að notfæra sér þetta mikla afl,
í samvinnu við lækna og sálfræðinga, til þess að hjálpa með-
bræðrum sínum til þess að öðlast líkamlega og andlega heil-
brigði. Soffía, Haraldsdóttir.
(Erindi þetta var flutt í Sálarrannsóknafélagi Islands í nóv. síðastl.
og félaginu Bræðralagi í janúar síðastl.)