Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 8
102 KIRKJURITIÐ lægir tómleikann úr sál vorri og sinni og flytur oss frið, ró og bjartsýni. Stærstu stund í mínu lífi átti ég við hámessu á páskadags- morgun í Notre Dame-kirkjunni í París. Veröur landiö helgara í augum þínum og kristnin merkari í huga þínum eftir en áöur? Við þessari spurningu þinni felst jákvætt svar í því, sem sagt er hér að framan. Eru þér ekki einhverjir staöir eöa einhverjar framkvæmdir t Palestínu hugstœöar sakir umhverfis síns eða mikilleiks? (Hér er sérstaklega átt við framkvæmdir í ísrael). Við það að hugleiða sjöttu spurningu þína, skýtur upp í huga mínum þeirri hugsun, að hvergi á byggðu bóli muni fyr- irfinnast jafnskörp skilgreining hins gamla og nýja tíma og í ísrael. Öll sú mikla uppbyggingarstarfsemi, byggingar, jarð- rækt og vatnsleiðslur um ræktarlöndin, sem hrundið hefur verið í framkvæmd á tólf ára valdatímabili Gyðinganna í Palestínu, er gerð og framkvæmd á grundvelli tækniþróunar þeirra landa, sem lengst eru komin á því sviði. Allt, sem nýjast er og bezta raun hefur gefið í þessum efnum annars staðar, er að finna í Israel. Þetta nýja viðhorf þar er skýr og órækur vottur þess, hve gáfuð og menntuð þjóðin er. Komstu þar í nokkrar flóttabúöir? Að því, er viðkemur þessari spurningu þinni, er því til að svara, að nú býr ekkert fólk í ísrael í flóttabúðum. Á fyrstu sjö árunum eftir valdatökuna fluttist ein milljón Gyðinga inn í landið. Þá varð að sjá allstórum hópi manna fyrir slíkum bú- stöðum í bili. En furðu fljótt tókst að skapa þessu fólki skil- yrði við framleiðslustörf. Nú er sá vandi, sem stafaði af hin- um öra innflutning, löngu leystur. Því fólki, sem nú flyzt inn í landið, standa allar leiðir opnar til starfa í skjóli hinnar ört vaxandi atvinnulífsþróunar á öllum sviðum. Viröist þér liklegt, aö núverandi skipting á landinu lialdist? Um það, hver líkindi séu til þess, að núverandi skipting landsins haldist, get ég vitanlega ekkert sagt. Það er sjálfsagt líka nokkuð erfitt að geta í þær eyður. Meðan sú óvinátta, sem nú virðist vera í algleymingi milli Araba og Gyðinga, helzt, hlýtur það að vera ærin þrekraun fyrir Gyðinga, svo fámennir sem þeir eru samanborið við hina, að gæta þessara löngu landa-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.