Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 39
KIRKJURITIÐ
133
gerir kröíu til þess, að hver, sem er þeirrar trúar, sæki messu-
gjörðir reglulega. Og hvað sem segja má um skoðanamun í
trúmálum, má margt af kaþólsku kirkjunni læra í skipulagi
hennar. Ef vér tökum þetta ekki til athugunar, mætti segja
rnér, að svar framtíðarinnar yrði sú kirkjudeild, sem væntir
þess ófrávíkjanlega, að meðlimir hennar ræki þennan sið sem
eina höfuðskylduna.
Það er ekki til of mikils mælzt, að þeir, sem vilja tilheyra
kirkjunni, gangi til hennar á helgum dögum, þegar aðstaða
þeirra leyfir. Eins og kunnugt er, geta menn verið utan þjóð-
kirkjunnar, og þá hafa þeir heldur engar skyldur við hana, en
séu þeir í kirkjunni, er það jafn sjálfsagt, að þeir hafi siðferði-
legar skyldur gagnvart henni eins og þá lagalegu skyldu að
greiða kirkjugjaldið. Það yrði hinn mesti styrkur, ef almenn-
ingur fengi ábyrgðartilfinningu gagnvart þeirri stofnun á jörð-
inni, sem flytur henni eilífðargildi sálarinnar. Og það er trú
mín, að þeir, sem vakna til meðvitundar um kirkjuna og ganga
«1 hennar á helgum dögum, eignist helgisið, sem þeir mundu
ekki vilja án vera, hvorki um hátíðir eða aðra helgidaga.
Kristur tók þátt í helgistundum sinnar þjóðar, „eins og hann
var vanur“ (Lúk. 4,16). Kristin þjóð á að gera kirkjugönguna
að föstum og kærkomnum sið, til þess að feta í fótspor Meist-
arans.
Pétur Sigurgeirsson.
Tveir nágrannar deildu eitt sinn harðlega um trúarbrögð. Annar
var einlægur Kriststrúarmaður, hinn var að eigin sögn gallharður
guðleysingi. Sá síðarnefndi mælti m. a. á þessa leið: „Það ætti alls
ekki að knýja börn til að vera í neinni ákveðinni kirkjudeild, né
heldur kenna þeim nokkra trúarlærdóma. Þegar þau vaxa upp, geta
Þau ráðið því sjálf, hvort þau aðhyllast einhverja trú eða ekki. Þá
ei'u þau frjáls í þeim efnum, en annars ekki.“ Trúmaðurinn svaraði
Htlu til þessa að því sinni. En er heim kom, sáði hann blómafræi í
horn af garði sínum. Hirti síðan garðinn vel að vanda, nema þetta
Þorn, sem hann skeytti ekkert um. Að nokkrum vikum liðnum var
Þur allt á kafi í illgresi. Þá sýndi hann nágranna sínum, guðleys-
mgjanum, blettinn: „Hvernig stendur á öllu þessu illgresi hér?“
„Eg er að sannprófa kenningu þína,“ sagði trúmaðurinn. ,Ég gerði
hér örlitla tilraun til að fá úr því skorið, hvort ég gæti ræktað fall-
egar blómjurtir án nokkrrar umhirðu. Og nú sérðu árangurinn af
Því, að ég lét ráðast, hvernig um þær færi.“