Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 43
KIRKJURITIÐ
137
stendur hann jafnan í minningunni í ljómanum, sem leikur um
hann, þar sem hann ber við himin. Vart getur nokkurn lestur,
sem flestum, ungum og gömlum, þykir skemmtilegri en afreks-
sögur einhvers konar, og fátt hefur meiri mannbætandi áhrif
en að fræðast um mikil göfugmenni. Saga Lincolns er því afar
heillandi, enda hefur hún verið sögð ótal oft og á mörgum
tungum.
Arið 1923 gaf Bókaverzlunin Emaus (Jón Helgason) út Sögu
Abrahams Lincolns Bandaríkjaforseta eftir Bjarna Jónsson
kennara. Það var mikil bók og læsileg, en að vonum ekkert
sambærileg við rit það, sem hér um ræðir. Thorolf Smith hef-
ur um margra ára bil viðað að sér efni í bók sína og að síðustu
gefizt tækifæri til að fara vestur um haf og kanna ýmsar frum-
heimildir. Hann ber og einlæga ást í brjósti til forsetans og er
það raunar meginskilyrði til að skilja hann og endurlifa líf
hans í huga sér. Bók Smiths er líka afar vandlega samin og af
hinni mestu alúð. Skemmtilestur, en jafnframt víðtækt og
traust heimildarrit um hinn mikla öndvegismann. Hún er kjör-
til að ná til ungra og aldinna lesenda, bæði þeirra, sem lesa
hana sér aðallega til skemmtunar og eins hinna, er sem gerzt
vhja vita sem flest um Lincoln.
Eg hef orðið þess var, að ungir menn hafa sótzt eftir að
hynna sér þessa bók, og finnst það ánægjulegt og vel farið.
Hún mun flestum verða til nokkurs þroska.
Fjöldi ágætra mynda er í bókinni, sem gera efnið enn minni-
legra. Bæði höfundur og útgefendur hafa af henni mikinn sóma.
Álitamál, eftir dr. Símon Jólvannes Ágústsson. ísafoldarprent-
smiðja h.f. 1959.
Þótt íslenzk bókaútgáfa sé furðu mikil, eru í hana stórar
eyður. Vísindarit eru sárafá og bækur um heimspeki og trúmál
eðeins undantekningar. Lesendahópurinn talinn svo takmark-
aður. Það er því sérstakt gleðiefni, þegar manni berst slík bók
1 hendur sem þessi. Efni hennar eru ritgerðir og erindi, sem
höfundur hefur að vísu flest birt eða flutt áður, en nauðsynlegt
er að lesa aftur — helzt oft — til að hafa þeirra full not. Því
að efni þeirra er ýmist torveld skilningsatriði eða sálræn vanda-
mál, eins og sést á þessum heitum m. a.: Skilningstréð góðs og
hls, Um lífshamingjuna, Hvað varðar mestu í lífinu?, Hugleið-