Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 7
KIRKJUIUTIÐ 101 I þessari veröld reikar hugur vor óskiptur og hefur sig til flugs á vængjum ímyndunaraflsins, sem vaxið hefur ásmegin við þessar aðstæður. Manni líður vel í þessum frjóa hugsana- heimi, þar sem ekkert truflar og þögnin og kyrrðin ríkir. Og það er engan veginn áreynslulaust að rjúfa þessi tengsl við liðna tímann, eftir að hafa um skeið gleymt stað og stund, og hefja sig aftur upp á svið hins daglega lífs líðandi stundar. Ég veit það vel, að ég er þess engan veginn umkominn að varpa með þessum orðum nógu skýru ljósi yfir þessi hughrif. Ég gekk strax á vald hinna fornu helgisagna, þegar ég var kominn inn fyrir múra Jerúsalemborgar, þar sem ég meðal annars gat rennt augunum yfir til Golgata. Sama máli gegndi í Nazaret, í grafhvelfingunum þar sem frelsarinn ólst upp og við Maríu- brunninn. Einnig við Genesaretvatnið, þar sem fiskimennirnir yfirgáfu net sín og gengu Jesú á hönd, og við ána Jórdan, þar sem Frelsarinn var skírður. Engin bibliuskýring hygg ég að geti komizt til jafns við það að sjá og skoða hina helgu staði þessa lands, ef nægur tími gefst til og góðar aðstæður að öðru leyti. Unnið er að því af miklu kappi að grafa þarna upp borgir °g bæi, sem um margra alda skeið hafa verið jörðu huldir. Allar minjar af þessu tagi, sem dregnar eru fram í dagsljósið, hera þess vott, að þeir, sem landið byggðu í árdaga, hafi stað- ið framarlega í byggingartækni og listmunagerð. Haf5i ekki einhver helgiathöfn, sem þú varst áhorfandi aö eða hluttakandi í, sérstök áhrif á þig? Þessari spurningu þinni er því til að svara, að engin opin- her helgiathöfn fór fram á þeim stöðum, sem ég kom til, þá haga, sem ég var þar á ferð. Þarna fór ég mikils á mis að missa af því að sjá, hvernig helgiathöfnum er þarna háttað. Ég kosta ^jög kapps um það að komast í kirkjur á ferðum mínum er- lendis. Það gerði ég og í þessari ferð. Það er opinberun fyrir Islendinga að sjá og skoða hinar stóru og skrautlegu kirkjur ^eð súlum og hvelfingum, skreyttar myndum, sem gerðar eru hinni mestu list. Eru ölturu þessara kirkna, einkum þeirra haþólsku, forkunnarfögur og hin mestu listaverk. Þögnin í þessum stóru, fallegu og svipmiklu kirkjum verkar á mann engu síður en áhrifarík prédikun. Þetta umhverfi vekur hug vorn til umhugsunar um háleit efni, lyftir oss úr duftinu, fjar-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.