Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 24
118
KIRKJURITIÐ
leika sinn. Trúin á kraftaverk er blátt áfram meginþáttur trú-
arinnar á Guð. Það er ekki unnt að trúa á almáttugan Guð,
sem sé forsjón vor mannanna og sé alskyggn og alvitur, án
þess að trúa því, að hann geti ekki aðeins, heldur vilji líka grípa
á stundum inn í rás viðburðanna oss til bjargar — bæði and-
lega og líkamlega.
Þetta er líka ekki aðeins reynsla kristinna manna, heldur alls
mannkynsins. Og vegna hennar hefur það færzt í aukana á síð-
ari árum, að prestar og læknar hafa tekið höndum saman í
viðleitni sinni við að létta byrðar og lækna mein manna. Segir
nokkuð frá því í erindi, sem ritið flytur að þessu sinni. Þetta
er dagskrármál, sem oss er skylt að hugleiða.
KvenprestamÆö í Svíþjóö.
Það er víðar heitt í kolunum en í stjórnmálunum. Eitthvert
mesta hitamál, sem komið hefur upp á Norðurlöndum á síðari
árum, er deilan um kröfur og réttindi kvenna til að gerast
prestar. Þetta mál leystist þannig fyrir nokkrum árum í Dan-
mörku, að ríkisvaldið skarst í leikinn, þingið samþykkti lög
um rétt kvenna til prestsembætta. Kona var siðan skipuð í
embætti og einn biskupanna fékkst til að vígja hana, þótt hún
ætti ekki að starfa innan hans biskupsdæmis. Enda heimilað,
að þegar svo stæði á, mættu söfnuðir skipta um biskupa. Nú
eru 8 kvenprestar í Danmörku og virðast gefast vel.
Mál þetta olli enn harðari deilum í Svíþjóð, og leit svo út
um hríð, að kirkjan mundi klofna út af því þar í landi. Odd-
viti andstöðunnar gegn kvenprestunum er Bo Giertz, biskup
í Gautaborg, mikilhæfur maður. Sænska þingið hefur samþykkt
lög um kvenpresta, og á biskupafundi, sem haldinn var núna
eftir áramótin, samþykkti meiri hluti biskupanna að beygja sig
fyrir þeim, og var ákveðið að vígja þrjár konur í vor:
Elisabeth Djurle er 29 ára, tók guðfræðipróf í Lundi, og var
þar um skeið hjálparmaður stúdentaprestsins. Hún starfar nú
í höfuðborginni og verður vígð af Helge Ljungberg Stokk-
hólmsbiskupi í Stórkirkjunni.
Ingrid Persson er fædd 1912. Hún lærði guðfræði í Uppsöl-
um. Verður vígð af Ruben Josefsson biskupi í Hárnösandsdóm-
kirkju og mun starfa þar í biskupsdæminu.
Margit Sahlin er 36 ára. Hún er mjög lærð, m. a. fil. dr. Guð-