Kirkjuritið - 01.03.1960, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ
113
er getið. Sjúklingarnir sögðu meira en þeir gerðu sér grein
fyrir, sáu síðan eftir því, og vildu ekkert láta uppi við næstu
heimsókn.
Stundum þykktust sjúklingarnir við, er þeir komust að því,
að Young hafði sagt læknunum frá því, er honum hafði verið
trúað fyrir, því margir segja prestinum það, sem þeir ekki tala
um við lækninn. Þeim fannst þá, að Young hefði brugðizt
trausti þeirra. Honum lærðist, að bezt var að spyrja sjúkling-
inn: „Hafið þér nokkuð á móti því, að læknirinn yðar fái vit-
neskju um það, sem þér hafið sagt mér.“
Eitt af því fyrsta, sem Young tók eftir, var það, að sjúkling-
arnir létu sjaldan uppi í fyrsta viðtali hina raunverulegu or-
sök að erfiðleikum sínum. Hann segir: „Þeir eru ekki viljandi
að blekkja mig. Undirmeðvitund okkar, sem er hlaðin ótta,
áhyggjum, sektarmeðvitund eða auðmýkingu, leitar alls konar
afsakana á gerðum okkar. Jafnvel þótt sjúklingarnir skilji aðal-
orsökina, vita þeir ekki, hvernig þeir eigi að bregðast við.
Hægt og hægt verður að fá þá til þess að gera sér grein fyrir
orsökinni, sem liggur til grundvallar erfiðleikum þeirra, og
benda þeim á þá krafta, bæði með þeim sjálfum og utan við þá,
sem geta gert þeim fært að sigrast á vandamálunum. Það var
t- d. maðurinn, sem nýlega hafði fengið hjartakast og gaf upp
þá ástæðu, að hann væri dauðhræddur við að aka bílnum sín-
um. „Þó verð ég að gera það. Ég er sölumaður," sagði hann.
Eftir mörg samtöl kom það í ljós, að aðalvandamál hans var
Það, að honum, þvert á móti eigin ósk og samvizku, fannst
hann verða að drekka með viðskiptavinunum, sem ætluðust
til þess af honum. Þegar hann tók þá ákveðnu afstöðu að
fylgja samvizku sinni og skoðunum af heilum hug, var vanda-
málið leyst. Hann vann álit viðskiptavinanna og varð einn af
duglegustu sölumönnunum í hinu stóra verzlunarfélagi, sem
hann vann fyrir.“
Sektartilfinningin tekur á sig margar myndir og getur vald-
ið andlegum eða sálarlegum truflunum. Jafnvel þótt ekkert
rangt hafi verið aðhafzt, getur umhugsunin og freistingin til
þess að brjóta eigin viðurkennd siðferðislögmál, valdið einnig
truflunum, er koma fram sem líkamlegur sjúkleiki. Þessu til
skýringar er sagan af Everet Barton, sem var fluttur á sjúkra-
húsið með lamaðan hægri handlegg. Læknirinn sannfærðist um
8