Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 4

Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 4
Náðin og sannleikurinn „Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesúm Krist. ..." Ef til vill kann sumum að þykja jólasaga Jóhannesar ekki vera nema svipur hjá sjón í samanburði við hinar yndislegu frásögur Lúkasar og Mattheusar. En hér er heldur ekki um neina eiginlega fæðingarsögu að ræða. Þetta jólaguðspjall get- ur miklu fremur talizt heimspekilegt trúarljóð. Fyrir oss verða ýms hugtök úr guðfræðimáli löngu liðinna alda, sem við fyrstu sýn gera guðspjallið nokkru torlesnara. En ef vér gefum oss tíma til að íhuga þau, birtir fljótt yfir hugsuninni og allt verður bæði ljóst og auðskilið. Og um leið hljótum vér að hrífast af því, hversu fagurt og tigið málfar guðspjallamannsins er, þegar hann gerir grein fyrir komu Krists til þessarar veraldar og þeim aldahvörfum, sem hún olli. Oröiö er hin persónugerða vizka guðs: lífið, andinn og sann- leikurinn, eins og þetta birtist í persónu Jesú. Komu hans i heiminn má líkja við það, er sólin rennur upp. Þá hörfa skugg' arnir. Allt, sem áður var dimmt, ægilegt og ógnum þrungið, fyllist birtu og unaði. Meðan heimurinn þekkir ekki guð, liggur hann í hinu vonda. Skelfing og dauði eiga þar heima. Til þess sendi guð sinn eingetinn son að lýsa þeim, sem sitja í myrkn og skugga dauðans og beina fótum þeirra á friðarveg. Hann er ljós af ljósi, andi af anda guðs, stiginn niður úr dýrð himn- anna, þar sem hann raunverulega á heima, til þess að gerast drottinn og frelsari manna. En öllum, sem tóku við honum, hann rétt til að verða guðs börn. Þeir, sem endurfæddir eru af andanum, verða vitandi um uppruna sinn og ákvörðunarstað. Þá getur ferðin hafizt heim til föðurhúsanna, þessi eilífðarfor til æðri og fegurri veralda, þar sem náðin og sannleikurinn býr- Þessi jólaboðskapur guðspjallsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.