Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 6
436 KIRKJURITIÐ Með vizku sinni og snilli brá hann birtu yfir alla hluti og gerði það ljóst, sem áður var myrkri hulið. Kunnan gerði hann oss veg lífsins. Hver skyldi þá framar vilja ganga í myrkrinu? Vér sáurn dýrö hans. Samt kemur dapurlegur hreimur í rödd guðspjallamannsins, er hann skýrir frá staðreynd, sem þá og nú er trúuðum mönn- um torskilin: „Hann var í heiminum og heimurinn þekkti hann ekki, Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við honum.“ Og skýring hans er þessi: „Þeir komu ekki til ljóss- ins, af því að verk þeirra voru vond.“ Jóhannes bendir hér sem annars staðar á meginatriði, sem vekur furðu hans og enn í dag er jafnmikil ráðgáta, en það er hik mannanna og tregða að trúa á leiðsögu Jesú og fylgja hon- um. Að vísu segir hann þessa yndislegu setningu: „Hann bjo með oss fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans .. •“ En hér talar hann aðeins fyrir munn lítils hóps, þess kristna safnaðar, sem á þessum tíma skildi, að Kristur er ljós heims- ins. Seinna átti þessi hópur eftir að vaxa og verða óteljandi. Milljónir og aftur milljónir manna játuðu nafn hans. En skynj- uðu þeir allir dýrð hans? Og er sá söfnuður vaxandi eða minnk- andi í dag, sem raunverulega sér dýrð hans, trúir á kenningar hans og elskar hugsjónir hans? Hversu vel fylgjum vér kalh hans? Þessa spurningu skulum vér leggja fyrir oss í einlægni, með- an vér höldum jólahátíðina til minningar um hann. Því að ein- ungis með því móti geta jólin orðið oss heilög og gleðileg, að vér sjáum dýrð hans, og eignumst eitthvað af náðinni og sann- leikanum, sem hann kom til að gefa oss. Náöin. í hverju er náðin fólgin? Allir vita, hvað lögmálið merkir: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. í fornum lögum þótti nauðsynlegt, að glæpur og refsing héldist í hendur til að hefta afbrot. Hér er hefndarhugs- unin enn að verki, en þó reynt að stilla henni í hóf, hefna ekki freklegar en tilefni gafst. Náðin er hins vegar sá algeri kærleikur, sem ekki dæmir og ekki refsar, heldur fyrirgefur. Slíkur kærleikur var lítt þekkí

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.