Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 8
438 KIRKJURITIÐ aðir á, að nokkur sannleikur sé finnanlegur í veröldinni, og þeim fer fjölgandi. Jafnvel inn í sjálfa guðfræðina er þessi Pílatusarandi tekinn að læðast. Til eru guðfræðingar, sem segja: Vér vitum ekki, og það er ekki unnt að vita, hver er hinn sögu- legi sannleikur um Jesú Krist, og hvað af kirkjukenningunni er orðið til í ímyndun frumsafnaðanna. Þess vegna er ekki um annað að gera en annað hvort hafna ki’istindóminum eða trúa „kenningunni". Og þar sem algildur sannleikur er aldrei finn- anlegur, er sjálfsagt að trúa „kenningunni“ og halda henni fram, ef vér teljum, að hún geri gagn í veröldinni. Hér er vikið nokkuð langt frá frumreglu Ara fróða: „Hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það held- ur, sem sannara reynist.“ Sannleikur í stjórnmálum. Þegar vér hættum að trúa á algildan sannleika og leita að honum í hvívetna, er stuttur vegur út í lygina. Menn hugsa sem svo: Ef enginn sannleikur er til, hví erum vér þá að gera oss nokkra rellu út af honum? Er þá ekki sjálfsagt að telja það satt, sem oss hentar bezt í hvert skipti, og nota yfirdrepsskap- inn og blekkingarnar til að villa heimskingjunum sýn eftir þörfum? Þar sem þessi heimspeki er í algleymingi úti í veröldinni, eru jafnvel alfræðiorðabækur og kennslubækur barna umskrifaðar á nokkurra ára fresti, til að þær geti verið í samræmi við það, sem valdhafarnir telja sannleik á hverjum tíma. Áróður í blöð- um og útvarpi fer eftir því, sem henta þykir, öllum sannleik er snúið við og ofbeldi réttlætt með hreinum ósannindum! Stór- veldi gleypa smáríki með svipuðum röksemdum og úlfurinn notaði í dæmisögu Esóps, er hann reif í sig lambið. Til þess að renna enn betri stoðum undir blekkingarnar er bannað að hlusta á útvarp frá öðrum þjóðum og truflaðar sendingar það- an. Þannig fer, hvar sem menn hætta að trúa á sannleikann. Þessari lífsskoðun fylgir alls staðar ofbeldi, grimmd og harð- stjórn. Er þá ástandið mikið betra með vorri eigin þjóð? Svo lengi sem lýðræðisskipulagi er haldið, gefst mönnum þ° kostur á að hluta á málaflutning frá fleiri en einni hlið, og eru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.