Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 34
464
KIRKJURITIÐ
7. gr.
Þegar umsóknarfrestur er á enda, sendir biskup sóknarnefnd-
um umsóknirnar til umsagnar ásamt skýrslu um það, hvort
umsækjendur fullnægi lögmætum kröfum til embættis í þjóð-
kirkjunni. Sóknarnefndir, ef fleiri eru en ein í prestakalli, end-
ursenda biskupi svo umsóknirnar innan þess frests, sem hann
tiltekur, og er þeim þá rétt að láta uppi sameiginlegt álit um
umsækjendur.
Biskup sendir kirkjumálaráðherra því næst umsóknirnar
ásamt umsögn sóknarnefnda og jafnframt umsögn sína og til-
lögu um veitingu embættisins. Skal biskup gera tillögu um þá
tvo, sem hann telur standa næst því að fá embættið, og skal
embættið veitt öðrum hvorum þeirra. Sé aðeins einn umsækj-
andi, ákveður kirkjustjórnin, hvort embættið skuli veitt.
8. gr.
Prestsembættin að Skálholti, Hólum og Þingvöllum veitir
forseti að fenginni tillögu biskups.
9. gr.
Þegar prestsembætti losna í fyrsta sinn eftir gildistöku þess-
ara ákvæða, skal það veitt samkvæmt fyrirmælum 6. og 7. gr-’
en ný prestsembætti skulu veitt samkvæmt kosningu í fyrsta
sinn sem skipað er í þau.
Kirkjuþingið gerir ekki að svo stöddu neinar tillögur um það.
hvernig vali kjörmanna við prestskosningar skuli háttað, en
leggur áherzlu á, að jafnframt því sem framangreindar tillögur
verða bornar undir álit héraðsfunda, þá verði einnig sérstak-
lega leitað tillagna héraðsfunda um það:
1) Hverjir skuli vera kjörmenn.
2) Hversu margir þeir skuli vera og
3) með hvaða hætti þeir skuli kosnir.
Er þess vænzt, að tillögur og álit héraðsfunda verði komnai
það tímanlega til kirkjustjórnarinnar, að hæfilegt svigrúm ge^'
ist til þess að leggja málið fyrir næsta Kirkjuþing.
II. Frumvarp um breyting á lögum um sóknarnefndir.
Flutt af biskupi.