Kirkjuritið - 01.12.1960, Síða 22

Kirkjuritið - 01.12.1960, Síða 22
Pistlar. Spor Krists sjást alls staöar. Betlehem var lítilfjörlegt þorp í kotríki. En það hefur lengi verið sem stjarna í hugarheimi óteljandi manna um víða veröld. Því að þar kom hann til sögunnar, sem meiri og betri áhrif hef- ur haft á mannlífið en nokkur annar, sem af konu er fæddur. Undarlega margir gáfaðir og menntaðir menn gleyma þessari staðreynd eða látast ekki vita af henni, þegar þeir eru að reyna að gera sig að svo miklum risum, að þeir skyggi á sjálfa sólina. Meðal annars með því að tala um kristindóminn eins og ein- hverja hégilju — líkja honum við heimspeki einhverra bylting- armanna eða þá ef til vill einhver austræn fræði, sem fæstir botna nokkuð í. En þrátt fyrir allt, sem á það vantar, að guðsríki sé komið á jörð, er það við nánari umhugsun undrunarverðast, hvað Kristur hefur þegar haft víðtæk og almenn áhrif. Heimurinn er þegar af öðrum anda og með öðrum svip hans vegna. Það er sama, hvar gripið er niður, alls staðar gætir áhrifa hans. Nefnum listir og vísindi: Verður því neitað, að hvort tveggJ3 hefur á síðustu aldatugum náð hæst þar, sem gætt hefur krist- inna áhrifa? Sú sannfæring, að sannleikurinn geri menn frjálsa og hans beri skilyrðislaust að leita í öllum efnum, dylst engum> sem þekkir kenningu Krists og er undirrót þess, að raunvisindm áttu sínar vöggustöðvar meðal „kristinna“ þjóða. Mestu meistaraverk skálda, málara, byggingarmeistara, ton- skálda og annarra listamanna eru meira og minna innblásin af kristnum anda. Sem dæmi má nefna: leikrit Shakespeares, Kara- massofbræður eftir Dostojevski, málverk Rafaels, höggmyndu Michaels Angelos, dómkirkjuna í Mílanó, tónverk Bachs og ann- að þar fram eftir götunum. Það þarf meira en að komast á listamannastyrk og tala ems og kristindómurinn hafi aðeins verið til óþurftar, til að komast jafnfætis, hvað þá fram úr, hinum „kristnu" meisturum. t sjötta kapítula Postulasögunnar er getið um fyrstu skipu'

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.