Kirkjuritið - 01.12.1960, Síða 25

Kirkjuritið - 01.12.1960, Síða 25
KIRKJURITIÐ 455 anda, svo sem bræðralagshugsjónina, öllum kirkjudeildum bet- ur, og hin rómversk-kaþólska væri óneitanlega fjölmennasta og áhrifamesta kirkjudeildin þann dag í dag. Þá hefði og Jóhannes páfi 23. þegar sýnt meiri víðsýni og skilning í garð annarra kirkjudeilda en nokkur fyrirrennari hans. Boðskapur hans um þá ákvörðun sína að stofna til almenns kirkjuþings, sem öllum kirkjudeildum væri heimilt að senda fulltrúa til, sannaði, að honum væri ljós þörf á meiri einingu kristinna manna en nú hefur ríkt, og líklegt, að hann ætlaðist ekki til, að hún næðist með einræði kaþólsku kirkjunnar. Því væri skylt að rétta fram hönd til samstarfs, eins langt og auðið væri. Skýrt var þó tekið fram þegar í upphafi, að ekki ætluðu þeir páfi og erkibiskup að ræða um annað en „daginn og veginn“ — en það hefði óneitanlega sitt gildi og gæti orðið upphaf að öðru meira. Vafalaust teljum vér íslendingar, að dr. Fisher hafi stigið hér stórmannlegt og rétt spor. Oss undrar það helzt, að það skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu. Allir vita, að það var bæn Krists og höfuðboð, að lærisveinar hans væru allir samhuga og samhentir — sannir bræður. Klofningur kirkjunnar og enda- lausar deilur þeirra og einhverra hinna og þessara sértrúar- flokka, oftast um meiri og minni aukaatriði eða jafnvel ytri siði — meira að segja hinar og þessar hártoganir —, hafa, spillt kristninni og hindrað sigurgöngu hennar öllu öðru fremur. Sá skilningur hefur til allrar blessunar gefið einingarstefn- unni byr undir báða vængi, einkum á þessari öld. Og allir vita, að aukin eining er undir því komin, að engin kirkjudeild telji sig eina rétta í öllum atriðum, né heimti skilyrðislaus yfirráð, heldur verðum vér að taka höndum saman um að berjast fyrir því, sem vér erum allir sannfærðir um, að er rétt. T. d. trúnni á Krist og bræðralagi allra manna. Heimsástandið krefst sam- einingar og samstöðu kristinna manna. Vér skulum vona, að þessir fundir höfuðmanna hinna fjölmennustu kirkjudeilda séu fyrirboðar þess, að allir lærisveinar Krists taki höndum saman um að efla veg hans og áhrif sem mest. -4 þröskuldinum. Stundum er nú talað um, að heimurinn sé orðinn svo afar lítill. Þá er átt við, að flugtæknin, útvarpið og sjónvarpið og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.