Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 463 fundi. Fundurinn er lokaður. Sé héraðsprófastur meðal umsækj- enda um kallið, nefnir biskup annan prófast í hans stað. 3. gr. Prófastur ákveður kjörfund með kjörmönnum svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en næsta dag. Kjörfundur er lokaður og stýrir prófastur honum. Fer þar fram leynileg skrifleg atkvæða- Sreiðsla. Að henni lokinni eru atkvæði innsigluð og send bisk- uPi ásamt afriti af gerðabók kjörfundar. Ágreining um undir- búning eða framkvæmd kosningar úrskurðar yfirkjörstjórn. 4. gr. Þegar biskup hefur fengið atkvæði og gögn kjörfundar fer íram talning atkvæða, og er sá umsækjandi rétt kjörinn, sem fengið hefur % atkvææða og skal veita honum embættið. Fái euginn umsækjenda % atkvæða, skal veita þeim embættið, sem fiest atkvæði fær, ef biskup mælir með skipun hans í embættið. Mæli biskup með öðrum, má kirkjumálaráðherra velja milli þess unisækjanda, sem flest atkvæði fékk og hins, er biskup mælir tneð. 5. gr. Heimilt er kjörmönnum að kalla prest. Ef fullur helmingur kjörmanna prestakallsins er einhuga um aÖ kalla prest án umsóknar, gera þeri prófasti viðvart um það Þegar í stað, en hann tilkynnir það biskupi, sem felur þá pró- fasti að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund mnan viku, og er þá embættið eigi auglýst. Samþykki % kjör- uranna að kalla tiltekinn mann til embættisins, en um það skal leitað atkvæða á sama veg og segir í 3. gr., skal leita samþykkis ^iskups á kölluninni og honum falið að birta hana þeim presti °Öa kandídat, sem í hlut á. Taki hann köllun að fengnu sam- Þykki biskups, skal veita honum embættið. II. KAFLI. Veiting prestsembœtta án kosningar. 6. gr. I annað og þriðja hvert sinn sem prestsembætti verður laust sl<al það veitt án þess að fram fari kosning í söfnuði eða söfn- uöum þeim, sem hlut eiga að máli, og skulu þá eftirtaldar regl- Ur gilda.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.