Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 18
448
KIRKJURITIÐ
nótt.“ Þá sagði litla barnið: „Hvenær kemur pabbi minn heim?“
Nú nam ég staðar við orðin, sem ég á ungu dögunum hafði geng-
ið fram hjá. Þá sá ég mátt sorgarinnar. En þá sá ég einnig
annað.
Nú skildi ég orð Símonar Péturs: Eftir oröi þínu. Þá sá ég,
og hef svo oft séð það, að orö Drottins er hiö lífgandi orö. Ef
því orði er veitt viðtaka, veitist nýr kraftur, huggun og friður.
Þegar menn segja, af því að þeir hafa reynt það: „Orð Drottins
kemur nú til mín“, þá skal það sannast, að aldrei er svo svart
yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Þá vinnur
trúin sigur, er menn eru undir töfravaldi hins lifandi orðs. Hví-
lík heill þjóð og einstaklingum, að Guðs orð verður ekki f jötrað.
Þess vegna skal þessi bæn ávallt búa í söfnuði Drottins:
Orðið þitt lífgandi lýð veki af blund,
líkn Guðs með þakklæti að skoða.
Ég legg áherzlu á þessa setningu: Eftir oröi þínu. Það eru
hin helgustu réttindi að mega flytja mönnunum þetta orð, já,
einmitt þetta orö, orð Drottins. Við postulana var sagt: „Farið
og gangið fram, og talið í helgidóminum öll þessi lífsins orð.“
Þannig bið ég í dag fyrir kirkju vorri, fyrir prestum og söfn-
uðum. Oss er veitt hin mikla náð að mega ganga fram og tala
í helgidóminum lífsins orð. Hvílík tign að vera boðberi hins
mikla konungs.. Þess vegna skal kallað á menn til starfs í Guðs
ríki, og þessi bæn skal búa í kirkju vorri, er vér biðjum fyrir
þjónum Drottins:
Fögnuð og ljós þeir æ flytji sér með,
frjóvgist hvert spor, er þeir ganga.
Hugprýði og þrek styrki hugfallið geð;
huggun lát grátendur fanga.
Föðurorð mildiríkt, leynt sem ljóst,
líknarhug gagntaki sérhvert brjóst.
En hve allt breytist til blessunar, er menn segja: „Eftir orði
þínu“.
Pétur lilýddi þessu oröi. Ég sé fylkingu þeirra, sem hlýddu-
Ég sé, hvernig þessari starfsaðferð er fylgt: „Eftir orði þínu.
Orðið frá Drottni kallaði á Móse. Við hann var sagt: „Far þú
nú. Ég vil senda þig til Faraós. Þú skalt leiða þjóð mína út af