Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 20
450 KIRKJURITIÐ ig íklæðast menn kraftinum frá hæðum og fyllast Guðs anda. Þannig breiðist Guðsriki út meðal mannanna. Vegna þessarar hlýðni náði fagnaðarerindið til íslands. Drottinn segir: „Legg þú út á djúpið“ Þegar því orði er hlýtt, sjáum vér sigurinn í Guðsríki, og þá munu menn lof- syngjandi tala á mörgum tungum um stórmerki Guðs. Lærisveinninn hlýddi skipuninni, og nú sýnir guðspjallið enn eina mynd af samfundi frelsarans og syndarans, af samtali Drottins og þjónsins. Hér sjáum vér hinn himneska kraft og heyrum andvarpið frá titrandi hjarta. Pétur sá tign Jesú og á sama augnabliki sinn eigin vanmátt. Pétur sá almætti Drottins, sá sjálfan sig frammi fyrir hinum heilaga og hreina, sá synd sína og dýrð Jesú. Á þessari stund treysti Pétur ekki sínum eig- in mætti, en byggði allt á hinu guðdómlega orði og hlýddi því. Þannig mættust þeir, Drottinn og lærisveinninn. Pétur talaði við Drottin og kannaðist við synd sína. En Jesús sagði: „Héðan í frá skalt þú menn veiða,“ Ég horfi á þessi orð: „Héðan í frá.“ Frá þessu augnabliki eru kapítulaskipti í ævi Péturs. Það er á hann kallað. Nú getur hann starfað samkvæmt kölluninni. Nú er hann settur inn í embættið. Vígslustundin var komin. Héðan í frá breytist allt. Efinn hverfur fyrir játningunni. Með hjart- anu er trúað, með munninum játað, og hiklaust er sagt: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.“ Stefnan var tekin. Jesús sagði við þá tólf: „Viljið þér einnig fara burt?“ Símon Pétur svaraði: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð hins eilífa lífs.“ Þrátt fyrir hrösun og veikleika bjó þetta orð í hjarta lærisveinsins. Með þessu orði tókst honum að leiða menn inn i ríki Guðs. Eftir orði Drottins lagði hann netin til fiskidráttar og bátarnar voru drekkhlaðnir. Eftir hinu sama orði vitnaði hann um kraft, dýrð og sigur Drottins, og á einum degi bættust þrjú þúsund sálir við hinn kristna söfnuð. Þetta skal vera aðferðin enn í dag. Þannig skulum vér nú mæta Drottni. Ég er veikur sem reyrinn, en mér og þér er boð- inn krafturinn, sem fullkomnast í veikleikanum; sá kraftur veitist, er byggt er á hellubjarginu. Þegar vér biðjum: „Titr- andi með tóma hönd til þín, Guð, ég varpa önd“, þá fyllist hönd- in, þá fyllist hið tóma ker. Jesús talaði við hinn eina: „Legg þú út á djúpið. Héðan í fra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.