Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 28
458
KIRKJURITIÐ
blöðunum, langsamlega minnsta ríkið innan Sameinuðu þjóð-
anna. Það eitt nægir að sanna, að oss veitir ekki af að standa
saman og vera einhuga, ef vér eigum að halda velli og standa
á málstað vorum, hvað þá njóta nokkurrar virðingar meðal
annarra þjóða.. íslenzk stjórnmálabarátta, eins og hún er háð
í blöðum og útvarpi, er að flestra skynbærra manna dómi sið-
spillandi og háskaleg. Þessi ljóti leikur er líka aðallega leiksýn-
ing og yfirdrepsskapur, sem vaninn hefur helgað. Því að almennt
hafa menn það fyrir satt, að þeir menn, sem kalla hver annan
lygara og misendismenn í alþjóðar eyru á hinum pólitíska vett-
vangi, séu beztu vinir bak við tjöldin, enda flestir samstarfs-
menn um langa hríð. Og fyrst þeir bjóða sig fram til þjónustu
við þjóðina, hljóta þeir að unna ættjörð sinni allir.
Ég hef lengi verið sannfærður um, að ef þingmennirnir tækju
upp annan talsmáta — orðbragð Jóns Sigurðssonar — og blöð-
in temdu sér stilsmáta þeirra erlendra blaða, sem víðsýnast og
hófsamlegast rita um þjóðmál, mundi almenningur fagna því.
Og samstillt og réttsýn átök mundu leikandi bjarga oss af
brúninni.
Kirkjan á hér mikið verk að vinna — að efla bræðrahuginn.
Með þeirri bæn, að það takist, óska ég öllum lesendum Kirkju-
ritsins gleðilegra jóla.
Gunnar Árnason.
Viö ljóssýnina.
Þessi saga hefur flogið að vestan.
Kvöldið, sem fyrstu eldflauginni var skotið á loft frá Wallops Is-
land i Virginíu, kom það algjörlega flatt upp á fólkið í nágrenninu.
Það hafði enga hugmynd um, hvað var á seyði, og alls konar get-
gátur komust á loft, þegar ljósflóðið sást á himninum.
„Það eru Rússar!“ „Nei, menn frá Mars!“ „Einhver stjarna hefur
líklega sprungið!"
Þegar Ijósundrið færðist enn í aukana, og svo virtist sem Ijóminn
flæddi í allar áttir frá einni meginuppsprettu, brauzt upp úr einni
konunni, sem stóð alveg á öndinni:
„Kannske Drottinn sé að koma á ný!“
„Hamingjan hjálpi mér!“ hrópaði þá nágrannakona hennar, sem
var ákaflega annasöm húsmóðir. „Ég vona bara, að hann komi ekki
fyrst til mín!“