Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 16
446 KIRKJURITIÐ að mannfjöldinn þrengdist að Jesú og hlýddi á Guðs orð. Þetta orð er í fullu gildi í dag. Vér komum hingað til þess að hlýða á Guös orö. Orðið frá Drottni á enn undramáttinn, mannssálum til blessunar. Þetta orö hefur búið hjá oss. Vér eigum minningar um þær stundir, er orðið náði að hjörtum vorum og vér gátum sagt: „Sannarlega er Drottinn á þessum stað.“ Getum vér gleymt þeim stundum, er vér fagnandi sögðum: „Nú kemur orð Drott- ins til mín.“ Mér þykir vænt um orðin hér á prédikunarstóln- um: „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Guði séu þakkir fyrir hinar heilögu stundir. Hvernig getum vér gleymt jólabirtunni ? Hvílíkur fögnuður, er vér heilsuðum páskunum, hinni sælu og blíðu sigurhátíð. Minningarnar tala sitt helga mál um hinar mörgu stundir, er vér báðum og bænin var heyrð: „Söng vorn, bæn og athöfn alla elskumerki hrein þú kalla.“ Vér höfum oft fundið þá blessun, sem fylgir hinni sameigin- legu guösþjónustu. Það var ekki presturinn einn. Hvað gat hann gert einn? Með honum var söfnuður, sem ásamt prestinum hélt heilaga hátíð. Hér hefur lofsöngurinn hljómað og vér tókum a móti blessun og krafti, er vér sungum: „Sæll er sá maður, sem fögnuð þinn fær fundið, þú Guðs barna lofsöngur skær“. Hvílík gleði að eignast slíkan fögnuð á heilögum stað. Þangað leitum vér því aftur og aftur og syngjum með játningu trúarinnar-. Þúsundir daga, holdið er haga hyggur bezt sér, geta likzt eigi Guðs einum degi, glaðir þá vér lyftum í hæðir með heilögum söng hjörtum úr veraldar umsvifa þröng. Guði séu þakkir fyrir hinar hátíðlegu gleðistundir í húsi Drott- ins. Ég á slíkar minningar frá þessum stað. Það var aðfanga- dagskvöld jóla fyrir nærfellt 70 árum. Ég var hér í kirkjunm, stóð hér á miðjum ganginum. Aldrei gleymi ég, er sungið var, og ég söng einnig með veikri barnsrödd minni: Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.