Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 15
Eftir orði þínu. Prédikun flutt af séra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi í Dómkirkjunni 17. júlí 1960. Luk. 5.1—11. Á þessari stund ber ég fram þakklæti mitt fyrir þá vináttu °g velvild, að mér hefur verið boðið að prédika Guðs orð hér 1 dag, og um leið þakka ég öllum, sem á þessum tímamótum ævi ^iinnar hafa hugsað til mín með góðum óskum og fyrirbæn. Ég vígðist til starfs á þessum stað 26. júní 1910, en það ár voru páskar og hvítasunna svo snemma á árinu, að sunnudagar eftir trinitatis færðust fram, og því var það, að samkvæmt niður- röðun kirkjuársins var vígsludagur minn 5. sunnudag eftir trini- tatis, en nú í dag er einmitt 5. sd. e. tr., og prédika ég því nú ut frá hinu sama guðspjalli, er var textinn á vígsludegi mínum, er ég samkvæmt fyrirmælum Þórhalls biskups prédikaði að lok- inni vígslu. En hve margt hefur breytzt á liðnum árum. Með mér hlaut Vlgslu séra Brynjólfur Magnússon, og vígsluvottar voru séra Jón Helgason og séra Friðrik Friðriksson, og er hann enn á lífi 1 hárri elli. Margir eru þeir, sem hafa kvatt oss, biskupar, prest- ar> organistar, söngfólk og fjöldamargt starfsfólk kirkjunnar, °g oft hugsa ég um hinn mikla fjölda safnaðarfólks, sem var hér og vér nú minnumst. Já, allt er að breytast. En Drottinn er hinn sami. Jesús Krist- Ur er hinn sami í gær, í dag og að eilífu. Á hverri árs og ævitíð er allt að breytast fyrr og síð, þótt breytist allt, þó einn er jafn, um eilífð ber hann Jesú nafn. Én snúum oss nú að texta dagsins. Guðspjallið segir frá því,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.