Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 30
460 KIRIÍJURITIÐ 4. gr. Þegar biskup hefur fengið gögn kjörfundar í hendur, kynnir hann sér niðurstöðu og sendir kirkjumálaráðherra skýrslu um kjörið, ásamt tillögu sinni um það, hverjum skuli veita emb- ættið. Ef hann styður með tillögu sinni þann umsækjanda, sem hlotið hefur flest atkvæði, skal veita embættið samkvæmt því. Falli atkvæði hans á annan umsækjanda en þann, sem flest hef- ur atkvæði kjörmanna, veitir ráðherra embættið þeim þessara tveggja umsækjenda, sem hann telur hæfastan. 5. gr. Heimilt er kjörmönnum að kalla prest. Ef kjörmenn einnar sóknar eða fleiri í prestakallinu eru einhuga um að kalla prest án umsóknar, gera þeir prófasti viðvart um það þegar í stað, en hann gerir biskupi aðvart. Biskup felur þá prófasti að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund innan viku, og er þá embættið eigi auglýst. Ef % kjörmanna samþykkja að kalla tiltekinn mann til embættisins, en um það skal atkvæða leitað á sama veg og segir í 3. gr., skal leita samþykkis biskups á kölluninni og honum falið að birta hana þeim presti eða kandídat, sem í hlut á. Taki hann köllun að fengnu samþykki biskups, skal veita honum embættið. 6. gr. Prestsembættin að Skálholti, Hólum og Þingvöllum veitir for- seti að fenginni tillögu biskups. Nefndarálit löggjafarnefndar Kirkjufnngs um frv. um veitingu prestakalla. Nefndin hefur athugað frv. og rætt það á mörgum fundum- Hingað til hefur við það setið, að gagnrýnt væri það fyrir- komulag, sem nú er í gildi um kosningu presta og veitingu prestsembætta, en minna um það, að bornar væru fram tillögur til úrbóta. Er frv. það, sem borið hefur verið fram á þessu Kirkjuþingi, fyrsta sporið, sem stigið hefur verið í þá átt á vett- vangi kirkjulegs félagsskapar. Þess er því eigi að vænta, að strax sé fundin sú leið til endurbótar, sem allir vilji fallast á, enda kom það í ljós á fundum nefndarinnar, að allmikill skoðana- munur var meðal nefndarmanna um ýmis þau atriði, sem her koma til álita. Nefndarmenn vilja þó ekki á þessu stigi máls-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.