Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 457 Ef einhver kynni að kvíða því, hvað hann ætti af sér að gera, skyldi hann lifa eilíflega, ætti að nægja að minna hann á orð Gríms Thomsens: Þótt eilífðin sé endalaus, hún endist varla til, að öll eg sjái sólkerfin og sóla millibil. ... Nei, það er hættara við öllu öðru en leiðindum, þeim, sem hefur opin augu hér sem þar, því að nú þegar rúmar enginn roannshugur nema óendanlega lítið brot af því, sem lífið hefur UPP á að bjóða. Það er eitt af því fáa, sem vér vitum. »Sendum út á sextugt djúp sundurlyndis fjandann.“ Síðan hinn fagri frelsisdagur rann upp fyrir 16 árum, hefur ^argur vandinn steðjað að þjóð vorri. Hér nægir að nefna þrennt: erlenda hersetu, efnahagsvandamál svo geigvænleg, að Sl og æ er oss sagt af þeim, sem um það ættu gerzt að vita, að yór römbum „á brúninni“ eða séum að fara fram af henni, — °g loks landhelgismálið. Hér skal engin afstaða tekin til þess- ara mála, en á hitt bent, að það undarlega fyrirbrigði gerist, a® því risavaxnari sem vandamálin verða, eykst meir sundur- ^yndi stjórnmálamannanna. Alkunn eru orð Einars Benedikts- s°nar: „Þegar býður þjóðarsómi — þá á Bretland eina sál.“ Ekki dylst, að hann segir þetta Bretum til lofs. En skyldi ekki a- m. k. verða að fara til Kongó til að finna einhverja hliðstæðu Vlð t. d. útvarpsumræðurnar um landhelgismálið ? Væri hugsan- ^egt, að Bretar eða nokkur stórþjóð færi þannig með utanríkis- sem hana varðaði jafn miklu og oss þetta? Ég trúi því ekki, fyrr en ég tek á því. Óneitanlega var að heyra, að þjóð- leiðtogum vorum fyndist meira um vert að leitast við að tor- tryggja hver annan og klekkja hver á öðrum en að málið yrði leyst á sem farsælastan hátt og oss til varanlegs sóma. Það °r von, að séra Benjamín spyrji í hugleiðingu sinni, hvort svo Se komið, að enginn elski ísland. Ekki hefur vantað, að vitnað v*ri til Jóns Sigurðssonar ár og síð og bardagaaðferð hans tal- ln til fyrirmyndar. En sannarlega er nú lítið líkt eftir henni af ellum flokkum. Vér erum, eins og nýlega hefur verið upplýst í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.