Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 465 Málið var að tillögu löggjafarnefndar afgreitt með svo- felldri rökstuddri dagskrá: „Frumvarp þetta stendur í nánu sambandi við frumvarp það um veitingu prestakalla, sem Kirkjuþingið hefur feng- ið til meðferðar og samþykkt ályktun um, þess efnis, að málið verði borið undir álit héraðsfunda. Sýnt er, að það getur skipt miklu máli um verkefni og störf sóknarnefnda, hver úrslit þess máls verða og hvort samþykkt verða ákvæði þess efnis, að sóknarnefndir fái í sínar hendur íhlutun um kosningu og skipun presta. Kemur þá í því sambandi mjög til álita, hve fjölmennar safnaðarnefndir skulu vera. Að þessu athuguðu telur Kirkjuþingið ekki að svo stöddu tímabært að taka mál þetta til meðferðar og tekur fyrir næsta mál á dagskrá." III. Frumvarp um kirkjugarða. Flutt af kirkjumálaráðherra. Frumvarp þetta lá fyrir Kirkjuþingi 1958 og var afgreitt þaðan og birt með gerðum þess. Er því ekki ástæða til að láta það fylgja hér með, þótt það tæki nokkrum breyting- um í meðförum þingsins nú. IV. Frumvarp um Vídalínsskóla í Skálholti. (Þriggja mánaða framhalds- og æfingaskóla fyrir guð- fræðikandídata). Flutt af biskupi. Frumvarpið fór til nefndar, en varð ekki útrætt þar. V. Ályktun um stofnun kristilegs lýðskóla í Skálholti. Flutt af biskupi. Kirkjuþing ályktar að skora á kirkjustjórn og fræðslu- málastjórn að hlutast til um það, að komið verði hið fyrsta á fót kristilegum lýðskóla í Skálholti. Ályktunin var að tillögu allsherjarnefndar, er hafði mál- ið til meðferðar, samþykkt óbreytt með samhljóða at- kvæðum. VI. Erindi frá æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar um kirkjulega miðstöð og æskulýðsstarf í Skálholti var að tillögu alls- herjarnefndar afgreitt með svohljóðandi tillögu til þings- ályktunar: „Kirkjuþing ályktar að skora á kirkjustjórn að hlutast til 30

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.