Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 437 hugtak fyrir daga Krists. Með heiðnum þjóðum þótti það lítil- mennska að fyrirgefa óvini sínum. Hefndin var talin dreng- skaparskylda. En Kristur sagði: Ef þér elskið aðeins þá, sem yður elska, hvað frábært gerið þér þá? Gera ekki jafnvel heiðn- ir menn hið sama? Ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, til þess að þér séuð synir föður yðar, sem er á himnum; því að hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta. Þessu lík var náðin Jesú Krists. En hversu margir hafa öðl- azt andlegan þroska til að elska þannig? Með blygðun hljótum vér að játa, að náðin hans hefur enn ekki gagntekið hjörtu vor. Aðeins örfáir dýrlingar hafa elskað þannig. Flestir eru enn þá kaldir um hjartarætur, heiðnir inni við beinið. Jafnvel Guð- mundur góði sagði: „Hefn þú nú, Drottinn, því ekki má vesa- hngur minn.“ En gætum vér virkilega tekið slíkum sinnaskiptum, og ef Kristur jólanna fengi innblásið oss sínum kærleiksanda, hvern einasta mann um alla jörð, hvílík bylting mundi þá verða til fagnaðar í veröldinni, til hamingju og farsældar, hvílík endur- lausn frá öllum þeim ótta og vanda og öryggisleysi, sem nú hvílir eins og mara yfir mannkyninu! Þegar allt er rakið til rótar, stafa erfiðustu vandamálin frá grimmd og harðúð hugarfarsins. Hver getur efazt um, að þá naundi renna upp friðaröld, ef náðin, sem kom fyrir Jesúm Krist, yrði ríkjandi í hverjum huga og hjarta? Sannleikurinn. En hvernig er þá ástatt um sannleikann? Við Pílatus sagði Jesús þetta: „Til þess er ég fæddur og til Þess kom ég í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver, sem er sannleikans megin, heyrir mína röddu.“ En Pílatus svaraði: „Hvað er sannleikur?“ Vitringar allra alda hafa leitað sannleikans af brennandi þrá. Til þess hafa þeir farið yfir eyðimerkur og brunasanda og lagt a sig ótrúlegt erfiði. Þeir hafa trúað því, að sannleikurinn sé hin æðstu gæði: skilningur og þekking allra leyndardóma, lyk- ^linn að lífsgátunni, vegurinn til fagnaðar og frelsis. Sannleik- Urinn, það er lífið í hæsta veldi, Guð sjálfur! Margir eru þeir Pílatusarnir, sem yppt hafa öxlum, vantrú-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.