Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 36

Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 36
466 KIRKJURITIÐ um, að kirkjan fái þann umráðarétt í Skálholti, að þar geti í framtíðinni orðið miðstöð kirkjulegs starfs." Samþykkt samhljóða. VII. Erindi frá kirkjukórasamböndum Árness-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsprófastsdæma um, að ráðinn verði organleikari að Skálholti svo fljótt sem kostur er á, var afgreitt með svofelldri ályktun frá allsherjarnefnd: „Nefndin mælir með, að mál þetta verði leyst í sambandi við væntanlegt skólahald og kirkjulegt starf í Skálholti." VIII. Frumvarp um kirkjuorganleikara og söngkennslu í barna- og unglingaskólum utan kaupstaða. Flutt af Jónasi Tómassyni og biskupi. Allsherjarnefnd hafði frumvarpið til meðferðar og gerði nokkrar breytingartillögur við það, er allar voru sam- þykktar. Var frumvarpið síðan samþykkt samhljóða: Frumvarp um kirkjuorganleikara og söngkennslu í barna- og unglingaskólum utan kaupstaða. Flm.: Jónas Tómasson og biskup. 1. gr. í hverju prestakalli utan kaupstaða skal starfa einn kirkju- organleikari, er annist um kirkjusöng og hafi á hendi, eftir þvi sem við verður komið, söngkennslu í barna- og unglingaskólum byggðarlagsins. 2. gr. Starfstími organleikara skiptist milli kirknanna og skólanna, eftir því sem ákveðið er í erindisbréfi, en það semja biskup og fræðslumálastjóri. 3. gr. Ef heppilegra þykir í einhverju byggðarlagi að hafa tvo org- anleikara, skal það leyft, að fengnu leyfi biskups og fræðslu- málastjóra. Skulu organleikararnir þá skipta með sér verkum samkvæmt erindisbréfi og nýtur hálfra launa hvor þeirra, nema öðruvísi sé um samið. 4'gr‘ , . « Hverjum organleikara skulu greidd laun úr ríkissjóði meo hliðsjón af launakjörum kennara við barna- eða unglingaskóla-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.