Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.12.1960, Qupperneq 40
Vinnuflokkur reisir kirkju, Síðast liðið sumar var mikið um að vera i Grundarfirði. Bændahátíð Snæfellinga var haldin í Grafarnesi á Jónsmessu, 24. júní. Var hátíðin fjölsótt og þótti takast vel. Guðsþjónusta var haldin í samkomuhúsinu og skemmtisamkoma á eftir. Héraðsfundur Snæfellsnessprófastsdæmis var haldinn í Graf- arnesi og að Setbergi 2. og 3. júlí. Fundarstaður og tími var valinn með tilliti til þess, að héraðsfundarmönnum gæfist kost- ur á að kynnast þátttakendum og starfi vinnubúða Alkirkju- ráðsins, sem þá stóð yfir í Grafarnesi. Merkasti viðburður sumarsins var að sjálfsögðu vinnubúð- irnar. Þær stóðu yfir frá 18. júní til 14. júlí. Þátttakendur voru 11, 3 íslendingar, 4 Bandaríkjamenn, 2 Danir, Hollendingur og Þjóðverji. Auk þess starfaði séra Ólafur Skúlason með flokkn- um fyrstu dagana. Svo sem sjá má, voru vinnubúðirnar alþjóð- legar, en þær voru einnig í raun og sannleika alkirkjulegar, því að þarna störfuðu saman sem bræður lúterskir og reformertir, baptisti og biskupakirkjumaður. Unnið var að byrjunarfram- kvæmdum við Grafarneskirkju. Að vísu hófst grunngröftur haustið 1959, en byggingarframkvæmdir hófust ekki, fyrr en með komu vinnuflokksins. Byggingarmeistari var Guðbjartur Jónsson úr Reykjavík. Reyndist hann afburða farsæll stjórn- andi og var í miklum metum, jafnt hjá þátttakendum í vinnu- búðunum sem heimamönnum. Framkvæmdum var fram haldið eftir brottför vinnuflokksins og lokið við að steypa kjallara kirkjunnar, en þar er ætlunin, að félagsheimili kirkjunnar verði í framtíðinni. Er það allstór salur, sem á að taka um 80 manns í sæti, og auk þess eldhús og fleiri smáherbergi. Ráðgert er, að söfnuðurinn fái þarna aðstöðu til guðsþjónustuhalds cg annars starfs, á meðan verið er að byggja sjálfa kirkjuna. Hefur söfn- uðurinn staðið straum af kostnaði við þann áfanga, sem kom- inn er, en þyrfti nauðsynlega á aðstoð að halda til að geta full-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.