Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 10

Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 10
440 KIRKJURITIÐ umfram allt óskar að vita, hvað satt er og rétt í hverju máli, og telur það mestu máli skipta að vinna þjóð sinni gagn? Skyldi ekki vera meira en lítið hæft í því, sem Jóhannes guðspjallamaður segir, að menn komi ekki til ljóssins, af því að verk þeirra séu vond? Ósannindi, í hvaða mynd sem þau eru, til heyra myrkrinu. Þau flækja fyrir oss lífið og villa sýn. Þeir, sem hætta að gera greinarmun á sönnu og lognu, verða ekki aðeins fyrir það verri menn, heldur og heimskari. Þetta er einn versti háskinn af að stunda ósannindi. En hvers vegna gera menn það þá? Sókrates mundi hafa sagt: af vanþekkingu. Ibsen sagði, að litlum mönnum væri lygin nauðsynleg. Þeir gætu ekki horft framan í sjálfa sig eins og þeir raunverulega væru, og þyrftu því að blása sig upp, lífslygin væri hin eina huggun aumingjans. Ef þetta væri satt, skyldi þá samt ekki vera hollara að sjá sjálfan sig í réttu Ijósi og treysta meira á miskunn Guðs? Guði þekkar fórnir eru sundurkramin hjörtu. Þá fyrst munu menn heyra rödd sannleikans, er þeir hafa niður lagt belginginn og sjálfsblekkinguna. Og eins og náðin og sannleikurinn fara sam- an, þannig eru ósannindin jafnan í för með hatrinu. Vér reynum ekki að blekkja þá, sem vér elskum. Vér sitjum ekki á svikráð- um við vini vora. Hver sá, sem notar vísvitandi ósannindi í stjórnmálum, er óvinur þjóðar sinnar. Tilkomi þitt ríki. Öll ríki hatursins munu hrynja og allar spilaborgir öfundar og sjálfselsku tortímast í eyðileggjandi styrjöldum. Einungis það ríki, sem grundvallað er á náðinni og sannleikanum, sem kom fyrir Jesúm Krist, mun standa. Megi það ríki koma! Látum það vera einn þátt jólagleði vorrar að hugsa um þann veg, sem Jesús benti á, og reyna að sækja fram á honum. munum vér komast að raun um, að ekkert getur veitt mann- inum hreinni gleði en vera frjáls í sannleiksleit sinni. Þá miðar fyrst áfram í vísindum, í mannfélagsmálum og á hvaða sviði lífsins sem er, þegar menn eiga enga ósk heitari en þá, að vita og gera það eitt, sem sannast er. Þannig hafa stórsigrar verið unnir í náttúruvísindunum. Skyldi ekki sama aðferð einnig verða happadrjúg, þegar farið verður að beita henni í stjórnmálum- Spekingurinn Francis Bacon komst þannig að orði: Þá mundi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.